Skip to main content

Aðalfundur Samtakanna ’78

10. mars kl. 17:00, 2023

Framboð og fundargögn

Hér geturðu boðið þig fram í stjórn, tilnefnt einstakling í stjórn og svo skoðað þau sem hafa nú þegar boðið sig fram. Einnig geturðu sent inn lagabreytingatillögur og umsókn um hagsmunaðild. Öll framboð og tillögur birtast svo hér þegar frestur er liðinn.

Skoða framboðSkoða lagabreytingatillögurBjóða sig fram í félagaráðÁrsskýrsla 2022-2023Ársreikningur 2022Fjárhagsáætlun 2023

Dagskrá aðalfundar og önnur gögn

Í ár munu Samtökin ’78 fagna aðalfundi sínum af miklum krafti. Hefðbundin aðalfundardagskrá fer fram föstudaginn 10. mars. Dagskrá aðalfundar má nálgast hér að neðan. Aðalfundurinn 2023 verður haldinn í Sunnusal, Iðnó.

Dagskrá aðalfundarSkráning á aðalfundVerklagsreglur kjörfnefndar

Spurt & Svarað

Hvað er aðalfundur?

Aðalfundur er æðsta vald og stofnun Samtakanna ’78, með öðrum orðum þá er aðalfundur sá vettvangur þar sem allt er ákveðið í Samtökunum ’78. Á aðalfundi er kjörin stjórn og félagaráð, ásamt því að fara yfir fjárhag félagsins og ræða öll mál. Einnig er samþykktum (lögum) félagsins aðeins breytt á aðalfundi.

Hvenær er aðalfundur?

Föstudaginn 10. mars, 2023 klukkan 17.

Hvar er aðalfundur?

Aðalfundurinn 10. mars nk. verður haldinn í Iðnó, Vonarstræti 3, 101 Reykjavík (kort) nánar tiltekið í Sunnusal (salurinn uppi).

Er skylda að mæta á aðalfund?

Vissulega er það ekki lagaleg skylda en mögulega lýðræðisleg. Mjög gott er að mæta og eru allir félagar innilega hvattir til að sækja aðalfund.

Má hver sem er mæta á aðalfund?

Nei, því miður ekki. Aðalfundur er vettvangur fyrir skráða félaga Samtakanna ’78 sem hafa greitt félagsgjöld. Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért skráður félagi, endilega hafðu samband á skrifstofa@samtokin78.is

Hvenær þarf ég að greiða félagsgjöld?

Fyrir fundinn. Félagsgjöld verða send út í heimabanka þinn 16. janúar 2023.

Ég er í félaginu en ekki með félagsskírteini. Af hverju ekki?

Félagsskírteini Samtakanna ’78 eru rafræn. Líklegasta skýringin á því að þú ert ekki með félagsskírteini er sú að mögulega er tölvupóstfang þitt ekki uppfært í félagatali Samtakanna ’78. Þú getur reddað því hér.

Ég er með reikning í heimabanka en vil greiða annað gjald. Er það mögulegt?

Algjörlega. Þrjú gjöld eru í boði og er það félaga algjörlega frjálst að velja hvað sem er. Uppfærðu félagsgjöldin þín hér.

Félaganúmerin eru komin aftur, mig langar í mitt gamla númer. Er það hægt?

Svo sannarlega er það hægt, svo lengi sem einhver er ekki komin/nn/ð með það númer. En þetta græjarðu hér.

Hvernig kýs ég?

Í ár verður allt rafrænt! Nánar kynnt síðar.

Ég kemst ekki á fundinn, get ég kosið fyrr?

Heldur betur! Rafræn kosning og allt kynnt aðeins síðar.