Skip to main content

Lagabreytingatillögur

Aðalfundur 2023

(Texti fellur út)
Nýr texti

Breyting við grein 3.6 og 3.7

3.6. Kjörnefnd tekur við skriflegum utankjörfundaratkvæðum frá félögum með gilt félagsskírteini til kjör formanns og stjórnar frá því að til aðalfundar er boðað þar til aðalfundur hefst.

3.7. Kjörnefnd getur ákveðið að kosningar á aðalfundi fari fram rafrænt. Mun kjörnefnd þá setja sér og kynna í aðalfundarboði sérstakar verklagsreglur um framkvæmd rafrænna kosninga. Í verklagsreglunum skal kveðið á um hvenær kjörskrá lokar og tímamörk rafrænnar atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla getur ekki hafist fyrr en kjörskrá hefur verið lokað.

3.7. Kjörnefnd tekur við utankjörfundaratkvæðum frá félögum með gilt félagsskírteini til kjörs formanns, stjórnar og félagaráðs frá því að kjörskrá hefur verið lokað þar til aðalfundur hefst.

(Texti fellur út)
Nýr texti

Breyting við grein 3.3 og viðbót

3.3 Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þremur vikum fyrir aðalfund. Framboðum til stjórnar skal skilað skriflega til kjörnefndar og tilgreina varaframboð ef við á. Frambjóðendur til félagaráðs og skoðunarmanna reikninga skila framboði sínu skriflega til kjörnefndar fyrir aðalfund og tilgreina hvaða embætti þeir sækjast eftir. Öll fyrirliggjandi framboð til stjórnar og félagaráðs skulu kynnt á vefsíðu félagsins. Kjörnefnd getur framlengt framboðsfrest ef svo ber undir.

3.3. Framboðsfrestur til stjórnar, félagaráðs og skoðunarmanna reikninga rennur út þremur vikum fyrir aðalfund. Framboðum skal skilað skriflega til kjörnefndar og tilgreina varaframboð ef við á. Öll fyrirliggjandi framboð skulu kynnt á vefsíðu félagsins. Kjörnefnd getur framlengt framboðsfresti ef svo ber undir. Ný grein

3.5. Nú segir stjórnarmeðlimur af sér á fyrra ári kjörtímabils síns og skipar félagaráð nýjan stjórnarmeðlim í hans stað skv. 4.6 gr. Skal þá kjörið í umrætt sæti í stjórn á næsta aðalfundi til eins árs.

(Texti fellur út)
Nýr texti

Breyting við grein 5.3 og 5.4

5.3. Fyrsti fundur félagaráðs skal haldinn eigi síðar en tveimur vikum eftir aðalfund. Formaður stjórnar Samtakanna ‘78 skal stýra fundi þar til formaður félagaráðs hefur verið kosinn. Skal kjör formanns félagaráðs fara fram eins fljótt og hægt er. Að kjöri loknu skal formaður félagaráðs taka við stjórn fundarins. Skal þá kjósa varaformann félagaráðs, áheyrnarfulltrúa í stjórn og varamann hans. Félagaráð skal setja sér skriflegar starfsreglur á fyrsta fundi sínum. Ef skriflegar reglur liggja ekki fyrir skal fundum stjórnað samkvæmt almennum fundarsköpum.

5.4. Formaður er oddviti félagaráðs og stýrir fundum þess. Í samráði við félagaráð ber hann ábyrgð á að starfsemi fari fram samkvæmt lögum þessum. Varaformaður sinnir forystustörfum með formanni og gegnir störfum formanns í forföllum hans. Formann félagaráðs skal kjósa til eins árs.

5.3. Fyrsti fundur félagaráðs skal haldinn eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir aðalfund. Formaður stjórnar Samtakanna ‘78 skal stýra fundi þar til oddviti félagaráðs hefur verið kjörinn. Að kjöri loknu skal oddviti félagaráðs taka við stjórn fundarins. Skal þá kjósa áheyrnarfulltrúa í stjórn og varamann hans. Félagaráð skal setja sér skriflegar starfsreglur á fyrsta fundi sínum.

5.4. Oddviti félagaráðs stýrir að jafnaði fundum þess. Í samráði við félagaráð ber hann ábyrgð á að starfsemi þess fari fram samkvæmt lögum þessum.

(Texti fellur út)
Nýr texti

Breyting við grein 5.6

5.6. Félagaráð og hagsmunaráð skulu funda með formanni Samtakanna ’78 í upphafi starfsárs, sbr. gr. 5.3. Auk þess skulu stjórn, félagaráð og hagsmunaráð funda tvisvar sinnum á ári. Að auki geta félagaráð og hagsmunaráð fundað svo oft sem þurfa þykir, með eða án stjórnar. Ef meirihluti stjórnar, félagaráðs eða hagsmunaráðs óskar eftir sameiginlegum fundi skal formaður stjórnar annast boð sameiginlegs fundar innan tveggja vikna frá því að beiðni um fundinn kom fram. Fundir í félagaráði og hagsmunaráði eru lögmætir sé til þeirra boðað samkvæmt starfsreglum. Samþykktar fundargerðir félagaráðs og hagsmunaráðs skulu gerðar aðgengilegar á heimasíðu félagsins.

5.6. Félagaráð og hagsmunaráð funda svo oft sem þurfa þykir, með eða án stjórnar. Ef meirihluti stjórnar, félagaráðs eða hagsmunaráðs óskar eftir sameiginlegum fundi skal formaður stjórnar annast boð innan tveggja vikna frá því að beiðni um fundinn kom fram. Fundir í félagaráði og hagsmunaráði eru lögmætir sé til þeirra boðað samkvæmt starfsreglum. Samþykktar fundargerðir félagaráðs og hagsmunaráðs skulu gerðar aðgengilegar á heimasíðu félagsins.

(Texti fellur út)
Nýr texti

Breyting við grein 4.1 og 4.3

4.1. Stjórn samanstendur af formanni og 6 stjórnarmeðlimum. Stjórnarmeðlimir skipta með sér hlutverkum varaformanns, ritara, gjaldkera, alþjóðafulltrúa og tveggja meðstjórnenda.

4.3. Formaður er oddviti stjórnar og stýrir fundum hennar. Í samráði við stjórn ber hann ábyrgð á að starfsemi félagsins fari samkvæmt lögum. Varaformaður sinnir forystustörfum með formanni og gegnir störfum formanns í forföllum hans. Ritari sér um ritun fundargerða á stjórnarfundum. Gjaldkeri er ábyrgur fyrir fjárreiðum félagsins. Alþjóðafulltrúi hefur umsjón með alþjóðasamskiptum félagsins. Meðstjórnendur sinna öðrum verkum sem stjórn ákveður. Stjórn skal á fyrsta fundi sínum skipta með sér verkum og setja sér skriflegar verklagsreglur til að vinna eftir.

4.1. Stjórn samanstendur af formanni og 6 stjórnarmeðlimum. Stjórnarmeðlimir skipta með sér hlutverkum varaformanns, ritara, gjaldkera og þriggja meðstjórnenda.

4.3. Formaður er oddviti stjórnar og stýrir fundum hennar. Í samráði við stjórn ber formaðurábyrgð á að starfsemi félagsins fari samkvæmt lögum. Varaformaður sinnir forystustörfum með formanni og gegnir störfum formanns í forföllum hans. Ritari sér um ritun fundargerða á stjórnarfundum. Gjaldkeri er ábyrgur fyrir fjárreiðum félagsins. Meðstjórnendur sinna öðrum verkum sem stjórn ákveður. Stjórn skal á fyrsta fundi sínum skipta með sér verkum og setja sér skriflegar verklagsreglur til að vinna eftir.

(Texti fellur út)
Nýr texti

Breyting við grein 4.2, 4.4 og 4.8

4.2. Stjórnin fer með umboð félagsins og ákvörðunarvald næst aðalfundi og félagsfundi og kemur fram fyrir hönd þess. Stjórn ræður framkvæmdastýri sem ber ábyrgð á starfsmannahaldi og daglegum rekstri. Skal framkvæmdastýri hafa umboð stjórnar til þess.

4.8. Stjórn skal tryggja að fræðslu- og útgáfumálum sé sinnt og í því skyni getur hún skipað framkvæmdanefndir. Stjórnin skal hafa forystu um að skapa félögum vettvang til að rækta félagslíf sitt, m.a. með rekstri félagsmiðstöðvar.

4.4. Stjórnin skal halda minnst 12 stjórnarfundi á hverju starfsári. Stjórnarfundur er lögmætur ef meirihluti stjórnar er á fundi, þar með taldir formaður eða varaformaður.

(Texti fellur út)
Nýr texti

Breyting við grein 5.3 og 5.5

5.2. Í félagaráði sitja 7 fulltrúar kjörnir af aðalfundi [tekur gildi á aðalfundi 2022]. Hlutverk félagaráðs skal vera fólgið í því að vinna að stefnumótun Samtakanna ‘78 í samvinnu við stjórn. Stærri ákvarðanir stjórnar um stefnumál, hagsmuni og starfshætti félagsins skulu koma til umfjöllunar á vettvangi félagaráðs áður en þeim er vísað til aðalfundar og/eða félagsfundar.

5.5. Hagsmunafélög hafa rétt til að skipa tvo fulltrúa í hagsmunaráð. Fulltrúar hagsmunaráðs þurfa að vera gildir meðlimir Samtakanna ‘78. Fulltrúar hagsmunaráðs þurfa að vera gildir meðlimir Samtakanna ‘78. Fulltrúar hagsmunaráðs hafa rétt til fundarsetu, málfrelsi og tillögurétt á fundum félagaráðs og gæta þar hagsmuna sinna félaga. Hagsmunaráð kemur sér saman um fundarhöld og starfsreglur.

5.2. Í félagaráði sitja 5 fulltrúar kjörnir af aðalfundi. Hlutverk félagaráðs skal vera fólgið í því að vinna að stefnumótun Samtakanna ‘78 í samvinnu við stjórn. Stærri ákvarðanir stjórnar um stefnumál, hagsmuni og starfshætti félagsins skulu koma til umfjöllunar á vettvangi félagaráðs áður en þeim er vísað til aðalfundar og/eða félagsfundar.

5.5. Hagsmunafélög hafa rétt til að skipa tvo fulltrúa í hagsmunaráð. Fulltrúar hagsmunaráðs þurfa að vera gildir meðlimir Samtakanna ‘78. Fulltrúar hagsmunaráðs hafa rétt til fundarsetu á fundum félagaráðs. Þeir hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagaráðs og gæta þar hagsmuna sinna félaga. Hagsmunaráð kemur sér saman um fundarhöld og starfsreglur.