Skip to main content
search

Öruggara rými

Samtökin ’78 hafa sett sér reglur varðandi öruggara rými. Eru þær ávallt hafðar í huga á öllum viðburðum Samtakanna ’78. Með mætingu á viðburði Samtakanna ’78 samþykkir þú að fara eftir þeim.

  1. Virðum líkamleg og andleg mörk og áttum okkur á því að við erum með ólíkt þol fyrir ýmsu áreiti
  2. Virðum ólíkan bakgrunn og sjálfsákvörðunarrétt hvers annars, t.d. fornöfn og nöfn
  3. Gerum ekki ráð fyrir og forðumst að dæma fyrirfram kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni, kynvitund, andlega og líkamlega heilsu, efnahagslega stöðu, trú, skoðanir, reynslu eða upplifanir hvers annars.
  4. Virðum einkalíf hvers annars. Ekki þrýsta á einhvern til að svara spurningum eða taka þátt í umræðum. Forðumst það að deila persónulegum sögum út fyrir þetta rými.
  5. Verum meðvituð um að orð og gjörðir okkar geta haft ólík áhrif á fólk og geta komið ólíkt við fólk, bæði meðvitað og ómeðvitað. Tilfinningar okkar allra eru réttmætar.
  6. Forðumst það að öskra, æpa, grípa fram í eða tala yfir aðra manneskju. Fylgjumst með því hve mikið við tökum þátt og tryggjum að öll geti tekið þátt.
  7. Gerum ráð fyrir góðum tilgangi. Þegar einstaklingur fer yfir mörk látum þá vita en gerum ekki ráð fyrir því að manneskjan ætlaði sér að meiða með sínu athæfi.
  8. Munum: Við erum öll að læra.
  9. Hugsaðu um þitt öryggi og þína heilsu. Ef þú vilt fara fram, endilega gerðu það. Ef þér líður óöruggu láttu þá starfsfólk vita.
  10. Ef þú verður vitni að óæskilegri hegðun eða ofbeldi láttu þá starfsfólk vita ef þú treystir þér til.