Skip to main content

Viltu vinna með okkur?

Við hvetjum þig til að sækja um

Framkvæmdastýri Samtakanna '78

Samtökin ‘78 óska eftir að ráða framkvæmdastýri. Framkvæmdastýri skipuleggur starfsemi félagsins og tryggir að samtökin starfi í samræmi við tilgang þeirra, stefnu og markmið. Að auki ber ábyrgð á rekstri félagsins gagnvart stjórn og er yfirmaður starfsfólks Samtakanna ‘78 og starfar í umboði stjórnar. Næsti yfirmaður er formaður samtakanna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Rekstur og skipulag skrifstofu: Framkvæmdastýri er leiðtogi starfsfólks Samtakanna ‘78, skipuleggur og stýrir fjölbreyttri starfsemi þeirra. Framkvæmdastýri ber ábyrgð á daglegum rekstri og fjárhag samtakanna, skipulagi fjáröflunar og samningagerð við opinbera aðila.

Yfirsýn verkefna og miðlun: Framkvæmdastýri ber ábyrgð á því að öll þjónusta Samtakanna ’78 sé fjármögnuð, setji sér skýr markmið og fylgir eftir stórum ákvörðunum. Einnig þarf að tryggja góða upplýsingamiðlun til stjórnar. Þjónustuþættirnir eru fræðslustarf, ráðgjafaþjónusta, alþjóðastarf, fjármál og rekstur, ungmennastarf, hagsmunabarátta og félagsstarf.

Hagsmunabarátta: Framkvæmdastýri skipuleggur og stýrir hagsmunabaráttu Samtakanna ‘78 í samvinnu með stjórn og gætir hagsmuna hinsegin fólks gagnvart stjórnvöldum og samfélaginu.

Upplýsingar og samskipti: Framkvæmdastýri, ásamt formanni, kemur fram fyrir hönd Samtakanna ‘78 á opinberum vettvangi, byggir upp tengslanet Samtakanna og stuðlar að góðum samskiptum félagsins við almenning, yfirvöld og aðra samstarfsaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla á sviði mannauðsmála er æskileg
  • Góð þekking á hinsegin samfélaginu, sögu þess og menningu, stöðu og þörfum þeirra ólíku einstaklinga sem það byggja.
  • Reynsla af stjórnunarstörfum og rekstri.
  • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu, helstu stofnunum og samningagerð.
  • Frumkvæði og skipulagshæfileikar.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku.
  • Reynsla af samskiptum við fjölmiðla er kostur.

Umsókn, frestur og fylgigögn

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2024. Samtökin ’78 fagna fjölbreytileika samfélagsins í sinni víðustu mynd og leitast í öllu starfi sínu við að vera fordómalaus vettvangur þar sem borin er virðing fyrir öllu fólki og því sköpuð tækifæri. Við hvetjum því öll til að sækja um óháð kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu, kyneinkennum, fötlun, þjóðerni, kynþætti eða öðrum þáttum.

Nánar má lesa um verkefni Samtakanna ’78 í ársskýrslu sem aðgengileg er á vef Samtakanna ’78.

Umsókn, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda til að gegna stöðunni skulu send formanni á netfangið formadur@samtokin78.is, sem einnig veitir frekari upplýsingar um starfið. Upphaf ráðningar og starfskjör fara eftir samkomulagi aðila.

Um Samtökin ‘78

Samtökin ‘78 eru stolt hagsmunasamtök alls hinsegin fólks á Íslandi. Verkefni samtakanna eru margvísleg, þar á meðal réttindabarátta, hagsmunagæsla, fræðsla og upplýsingagjöf, ráðgjöf og félagsstarf. Samtökin starfa á grundvelli einstaklingsaðildar en eru einnig regnhlífarsamtök fyrir fjölmörg ólík aðildarfélög hinsegin fólks. Samtökin ‘78 eru mannréttindasamtök sem hafa hugrekki og samstöðu að leiðarljósi og nálgast viðfangsefni sín af fagmennsku og ábyrgð.

Samtökin ‘78 leggja áherslu á að vera með fjölbreyttan hóp starfsfólks. Rannsóknir sýna að konur, og kynsegin fólk sækja síður um störf ef þau uppfylla ekki öll skilyrði starfsins. Ef þú telur þig hafa það sem þarf til og ástríðu til að vinna með okkur hvetjum við þig til að sækja um.