Viltu vinna með okkur?

Við hvetjum þig til að sækja um

Samtökin ’78 leita að kynningar- og viðburðastýri

Brennurðu fyrir réttindamálum og baráttu hinsegin fólks?
Samtökin ’78 óska eftir að ráða metnaðarfulla, úrræðagóða og fjölhæfa manneskju í starf kynningar- og viðburðastýris. Viðkomandi þarf að vera viðbragðsgóður og búa yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum, en jafnframt vera skipulagður og vandvirkur.

Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf þar sem enginn dagur er eins. Kynningar- og viðburðastýri vinnur náið með öðru starfsfólki skrifstofunnar og stjórnarfólki Samtakanna ’78. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri Samtakanna ’78.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón með öllum viðburðum Samtakanna ’78 í samræmi við stefnu stjórnar og framkvæmdastjóra
 • Yfirumsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðu félagsins
 • Ritstjórn og gerð kynningar- og fræðsluefnis
 • Samskipti við sjálfboðaliða, finna þeim verkefni, ásamt því að skipuleggja sjálfboðaliðatengd verkefni, halda sjálfboðaliðanámskeið og vera almennt til halds og trausts
 • Sjá til þess að allt efni Samtakanna ‘78 sé unnið eftir stöðlum og stefnum

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Starfsreynsla á sviði samfélagsmiðla, viðburðastjórnunar eða markaðsmála
 • Mikill áhugi á hinsegin málefnum
 • Reynsla af Facebook, Twitter og Instagram, þekking á WordPress er kostur
 • Lausnamiðuð hugsun, aðlögunarhæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
 • Reynsla af almannatengslum er mikill kostur

Um er að ræða fullt starf í dagvinnu, en óskað er eftir sveigjanleika í vinnutíma þegar kemur að t.d. viðburðum sem gætu fallið utan hefðbundins dagvinnutíma.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar nk. og áætlað er að hefja störf 1. apríl. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Samtökin ’78 hvetja fólk með fjölbreytilegan bakgrunn og reynslu til að sækja um. Við leggjum okkur fram við að fagna fjölbreytileika starfsfólks okkar hvað varðar kyn, kynhneigð, fötlun, litarhaft og aldur.

Nánari upplýsingar veitir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri, daniel@samtokin78.is.

Sækja um