Skip to main content
search

Félagsfundur að vori

Kornhlöðunni, 20. maí 2023

Velkomin á málþing og félagsfund. Fjöldi áhugaverðra erinda og frábært tilefni til að hittast.
13.00 „Það þarf að ljúka þessu af“ Hefðbundin félagsfundarstörf
13.15 „Hvaða bakslag?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir
13.45 „Áður en Samtökin ’78 urðu til“ Vera Illugadóttir ræðir við Hörð Torfason.
14.30 „Önnur okkar er ekki pabbinn!“ Hinsegin foreldrar í gagnkynja heimi. Spjall hinsegin foreldra, en þau Arna Magnea Danks, Jóhannes Þór Skúlason, Lilja Torfa, Arndís Pétursdóttir og Roald Viðar, ræða sín á milli yfir kaffibolla.
15.15 „Þetta er ekki alltaf auðvelt en alltaf þess virði” Sjálfshatrið, sjálfsmyndin og áhrifin sem gagnkynja heimur hefur á hinsegin sjálfsverund. Hanna Katrín Friðrikson, Orri Páll Jóhannsson, Einar Thor Jónsson og Bjarni Snæbjörnsson flytja erindi.
16.00 „Tryggjum alla liti regnbogans – samstaða þvert á hópa innan samfélagsins”. Tatjana Latinovic, Johanna Haile, Sunna Dögg Ágústsdóttir og Alex Diljár flytja erindi.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!