Skip to main content

Hýr tákn 2022

Samtökin ‘78 kynna Hýr tákn, í samstarfi við málnefnd um íslenskt táknmál

Í tilefni af degi íslensks táknmáls þann 11. febrúar næstkomandi leitum við að táknum fyrir fjögur hinsegin orð: eikynhneigð, kynsegin, kvár og stálp. Orðin eiga það sameiginlegt að hafa orðið til í Hýryrðum, nýyrðakeppni Samtakanna ‘78 þar sem leitað var að nýjum, hinsegin orðum.

Þátttaka er opin öllum og fer fram með því að skila hér að neðan inn myndbandsupptöku af nýju tákni ásamt upplýsingum um þátttakanda. Opið verður fyrir innsendingar til kl. 23:59 sunnudaginn 6. febrúar. Eftir það mun sjálfboðaliði endursegja táknin á myndbandi sem sent verður til dómnefndar. Þetta er gert til að gæta nafnleyndar og hlutleysis dómnefndar. Niðurstöður verða kynntar föstudaginn 11. febrúar á degi íslensks táknmáls.

Orðin

Eikynhneigð

Eikynhneigt fólk laðast lítið eða ekkert kynferðislega að öðru fólki.

Kynsegin

Þau sem eru kynsegin upplifa sig utan við hina hefðbundnu kynjatvíhyggjuskiptingu í karla og konur. Sum upplifa bæði karlkyns og kvenkyns eða flæðandi þar á milli, sum sem hvorki karl né konu og önnur upplifa ekki að þau hafi eitthvað ákveðið kyn.

Kvár

Orð yfir kynsegin manneskju sambærilegt orðunum karl og kona

Stálp

Orð yfir kynsegin börn, sambærilegt orðinu stelpa og strákur.

Senda inn tillögu