Skip to main content
search

Kynrænt sjálfræði

Hér getur þú sent okkur ábendingar um fyrirtæki og stofnanir sem eru til fyrirmyndar þegar kemur að kynskráningum. Eins máttu benda okkur á þau sem þurfa að standa sig aðeins betur!

Samtökin ‘78 hafa ákveðið að blása til átaks til þess að styðja stofnanir, fyrirtæki og almenning við innleiðingu Laga um kynrænt sjálfræði 80/2019 (sjá heildarlögin hér), nánar tiltekið þann hluta laganna sem snýr að hlutlausri kynskráningu. Lögin öðlast fullt gildi í janúar 2021 og verða opinberir aðilar, stofnanir og fyrirtæki þá að uppfylla 6. gr. 2. mgr., en þar segir:

Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.

Við leitum því til allra sem láta sig málið varða og óskum á næstu vikum eftir ábendingum um t.a.m. eyðublöð og útfyllingarform þar sem úrbóta er þörf. Samtökin ‘78 munu í kjölfarið senda viðkomandi opinberri stofnun eða einkaaðila áminningu og fylgja henni eftir. Á vefsíðu samtakanna verður svo birtur listi yfir þá aðila sem eru til fyrirmyndar og hafa breytt gagnaskráningu sinni til samræmis við Lög um kynrænt sjálfræði. Stefnt er að því að ljúka átakinu í lok september og gera árangur þess upp í kjölfarið.

Nánari leiðbeiningar um kynskráningar
Skoðaðu þau sem eru til fyrirmyndar
  • Ef eyðublaðið er á netinu
  • T.d. fyrir skjáskot
    Drop files here or
    Accepted file types: jpg, png, Max. file size: 2 MB, Max. files: 3.

    • Ef eyðublaðið er á netinu
    • T.d. fyrir skjáskot
      Drop files here or
      Accepted file types: jpg, png, Max. file size: 2 MB, Max. files: 3.