Dagskrá

Föstudagur 8. mars

Kl. 17 – 19 – Aðalfundur Samtakanna ’78

Í ár munu Samtökin ’78 fagna aðalfundi sínum af miklum krafti. Hefðbundin aðalfundardagskrá fer fram föstudaginn 8. mars. Aðalfundurinn 2024 verður haldinn í Hátíðarsal Iðnó.

Laugardagur 9. mars

Hvað er landsþing hinsegin fólks?

Landsþing hinsegin fólks er fyrst og fremst kjörið tækifæri fyrir fólk að hittast.  Dagskráin er fjölbreytt og öll ættu að geta fundið eitthvað á sínu áhugasviði. Landsþingið er haldið í tilefni af aðalfundi Samtakanna ’78 en allt um aðalfundinn má finna hér.

Spurt og svarað

Mega öll mæta á landsþingið?

Að sjálfsögðu, öll eru hjartanlega velkomin að mæta á meðan húsrúm leyfir.

Kostar eitthvað inn?

Nei, allir viðburðir eru ókeypis.

Hvernig eru aðgengismál?

Allir viðburðir eru haldnir í húsnæði þar sem er fullt aðgengi fyrir hjólastóla. Allir viðburðirnir verða túlkaðir á táknmál. Nokkrir viðburðir verða í streymi en þó ekki allir. Ef þú ert með einhverjar aðgengisþarfir sem þú telur okkur þurfa að vita af ekki hika við að senda okkur línu á skrifstofa@samtokin78.is. Hér er myndband af aðkomu í Iðnó.

Er hægt að fá sér að borða í Iðnó?

Já! Kaffihús Iðnó verður opið allan daginn fyrir okkur.

Hvað eru viðburðirnir langir?

Við miðum við 50 mínútur og það er hlé á milli allra viðburða svo fólk hafi tíma til að færa sig t.d. á milli sala.