Skip to main content

Samtökin '78 í Gleðigöngunni 2022

Samtökin ’78 verða að sjálfsögðu með í Gleðigöngunni í ár eins og fyrri ár. Þema atriðisins í ár er “Full fjármögnun” þar sem við munum krefjast meira fjármagns svo unnt sé að mæta sívaxandi eftirspurn eftir þjónustu. Við munum í gegn um atriðið leitast við að kynna fyrir almenningi þá fjölbreyttu þjónustu sem Samtökin veita og segja frá mikilvægi hennar.

Ert þú stoltur félagi í samtökunum? Þá langar okkur til að hafa þig með í atriðinu okkar! Endilega skráðu þig hér að neðan.

Við eigum rúmlega 50 boli merkta Samtökunum sem við viljum bjóða þátttakendum í atriðinu að klæðast.