Skip to main content

Stefna fyrir sjálfboðaliða í félagsmiðstöð

Kynntu þér stefnu okkar fyrir sjálfboðaliða í félagsmiðstöðinni

Hinsegin félagsmiðstöðin er samtarfsverkefni frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar og Samtakanna ’78 – Félags hinsegin fólks á Íslandi.

Markmið og tilgangur starfsins er að veita börnum, unglingum og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi starfsins eru höfð að leiðarljósi. Tilgangur starfsins er að stuðla að auknum félagsþroska barna og unglinga með áherslu á aukið sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra í starfi ásamt mikilvægi heilbrigðs lífsstíls. Bjóða skal upp á fjölbreytt viðfangsefni sem höfða til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggar aðstæður þannig að þeim líði vel í félagsmiðstöðinni.

Sér til þess að öll börn njóti jafnræðis óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, kynferði, kynhneigð, aldri, efnahag, ætterni, fötlun, heilsufari eða annarri stöðu.

Verksvið eða megin verkefni sjálfboðaliðastarfsins:

  • Tekur þátt í vinnu við starsfáætlun fyrir félagsmiðstöðvastarfið í samráði við forstöðumann og starfsfólk.
  • Tekur þátt í forvarnarstarfi þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífstíls og virkni í samfélaginu.
  • Leitast við að stuðla að þroska og virkni barna og unglinga með því að ýta undir sjálfstæð vinnubrögð í gegnum fjölbreytt verkefni.
  • Tekur þátt í að móta viðfangefni frístundastarfs út frá áhuga, þroska og færni barna og unglinga.
  • Stuðlar að jákvæðum og lýðræðislegum starfsháttum meðal barna og unglinga.
  • Stuðlar að jákvæðum og uppilegum samskiptum við foreldra, samstarfsfólk og aðra samstarfsaðila.
  • Vinnur eftir samþykktri einstaklingsáætlun.
  • Tekur þátt á reglulegum fundum.
  • Tekur fullan þátt í frístundastarfi með börnum og unglingum á starfstíma félagsmiðstöðvar.
  • Vísar málum til forstöðumanns þegar við á.
  • Sækir námskeið á vegum Tjarnarinnar og Samtakanna ‘78
  • Tekur þátt í skipulagningu og framkvæmd dagskrár í starfi félagsmiðstöðvar í samráði við starfsfólk.
  • Tekur þátt í forvarnarstarfi fyrir börn og unglinga í félagsmiðstöðinni.

Starfsemin fer að mestu leyti fram innan dyra en einnig er um að ræða mögulega útivist og hreyfingu, vettvangsferðir og ferðalög. Starf félagsmiðstöðva og frístundaheimila er fjölbreytt og aldursmiðað. Þjónustan fer fram á kvöldin í félagsmiðstöðvum. Sjálfboðaliðar í félagsmiðstöð eru í nánu samstarfi við bæði forstöðukonu sem og framkvæmdastjóra Samtakanna ’78.

Ertu með spurningu um starfsemi Samtakanna '78?