Skip to main content

Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi

Byggð á GLSEN‘s 2015 National School Climate Survey könnuninni og var þýdd og staðfærð af Menntavísindasviði HÍ, GLSEN og Samtökunum ´78.

Horfa á viðburðHelstu niðurstöðurSkýrslaGlærurSkýrslan á ensku

Um könnunina og aðferðarfræði

Þátttakendur fylltu út netkönnun um reynslu sína af skólagöngu veturinn 2016-2017, þar með talið reynslu af því að heyra fordæmandi athugasemdir, áreiti, finna til öryggis og líða vel í skólanum. Þau voru einnig spurð um hluti sem viðkomu náminu sjálfu, viðhorf þeirra til skóla, þátttöku og aðgengi að stuðningi innan skólans. Þátttakendur voru ungmenni sem höfðu náð að minnsta kosti 13 ára aldri, voru á unglingastigi grunnskóla eða í framhaldsskóla á Íslandi veturinn 2016-2017 og skilgreindu sig sem lesbíur, homma, tví- eða pankynhneigð eða af einhverri kynhneigð annarri en gagnkynhneigð (t.d hinsegin eða leitandi) eða litu á sig sem trans eða með aðra kynvitund en sís-kynja (sís-kynja er orð yfir fólk með kyngervi sem samræmist því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu). Gagnasöfnun fór fram í júlí og ágúst 2017 og var lokið í byrjun skólaársins 2017-2018.

Úrtak og úrvinnsla

Könnunina var hægt að nálgast í gegnum vefsíðuna Qualtrics. Hún var byggð á GLSEN‘s 2015 National School Climate Survey könnuninni og var þýdd og staðfærð af Menntavísindasviði HÍ, GLSEN og Samtökunum ´78. Spurningalistarnir voru auglýstir í gegnum Facebook-síðu Samtakanna ´78 og deilt víða í gegnum þeirra tengslanet. Lokaúrtakið samanstóð af 181 nemanda, á aldrinum 13-20 ára. Tveir þriðju hlutar þeirra bjuggu á höfuðborgarsvæðinu og næstum öll (97,8%) gengu í almennan grunnskóla eða framhaldsskóla. Meðalaldur þátttakenda var 16,7 ár og tveir þriðju hlutar úrtaksins (66,3%) skilgreindu sig kvenkyns. Tveir fimmtu hlutar (40,9%) skilgreindu sig sem tvíkynhneigð, tveir sjöttu hlutar (35,4%) sem samkynhneigð, einn fjórði sem leitandi eða spyrjandi í sinni kynhneigð og einn fimmti (21,5%) sem pankynhneigð.