Hér geturðu bókað okkur til að koma og halda fræðslufyrirlestur um hinseginleikann í þínum skóla
Mikilvæg atriði til að hafa í huga
Hvað er fjallað um í fræðsluerindum til nemenda?
Í fræðslu Samtakanna ’78 er fjallað um hinseginleika, hvað það þýðir að vera hinsegin og hvert er hægt að leita fyrir aðstoð og stuðning. Allt fræðsluefni okkar er opinbert á fræðsluvefnum Hinsegin frá Ö til A, en allir fræðslufyrirlestrar okkar byggja á því efni.
Er sveitarfélagið mitt með samning?
Öll samningsbundin sveitarfélög má finna hér. Eins eru þau sveitarfélög sem eru samningsbundin listuð upp fyrst hér að neðan.
Hvað þarf ég að bóka með miklum fyrirvara?
Því meiri fyrirvari, því betri. Gott er að gera ráð fyrir 5-8 vikum ef þú ert að bóka fyrir fleiri en einn bekk, en ef aðeins er um einn bekk að ræða þá getur það tekið 2-3 vikur. Því skýrari sem þú ert í bókuninni, því betra.