Öll velkomin
Iðnó, 24. maí kl. 17-18:30 (ATH. breytta dagsetningu)
Undanfarið hafa spjót umræðunnar staðið á trans fólki og Samtökunum ‘78. Við verðum vör við mikinn vilja meðal sís hinsegin fólks til þess að styrkja þekkingu sína á trans málefnum til þess að geta tekist á við umræðuna í eigin nærumhverfi. Í þessari vinnustofu förum við yfir helstu atriði í málefnum trans fólks, leiðréttum rangfærslur og mýtur, og útskýrum aðferðafræði transfóbískra afla víða um heim. Á vinnustofunni verður opið samtal þar sem allar spurningar eru velkomnar. Léttar veitingar eftir vinnustofu.
Skráningar er krafist til þess að taka þátt, en skráning á vinnustofuna er hér að neðan.