Skip to main content
search

Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir

Fornöfn: Hún

Aldís Þorbjörg, sálfræðingur og kynlífsráðgjafi veitir ráðgjöf fyrir einstaklinga og pör. Aldís Þorbjörg lauk cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún lauk framhaldsnámi í para- og kynlífsráðgjöf við Michigan Háskóla (University of Michigan) árið 2020.

Aldís Þorbjörg hefur starfað á Domus Mentis Geðheilsustöð frá 2018. Hún hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Samtökin ´78 frá árinu 2016. Hún hefur reynslu af því að starfa með einstaklingum sem eru að koma út úr skápnum, opna á hugsanir og tilfinningar sem tengjast kynhneigð, kynvitund eða ólíkum sambandsformum. Einnig einstaklingum sem eru að takast á við erfiðleika í fjölskyldu- eða ástarsamböndum, BDSM hneigðum einstaklingum og aðstandendum hinsegin fólks.

Aldís hefur setið vinnustofur um samkenndarmiðaða meðferð (Compassion focused therapy), hugræna atferlismeðferð (cognitive behavioral therapy) og EMDR.

Senda erindiBóka ráðgjöf