Skip to main content
search

Alexander Björn Gunnarsson

Fornafn: Hann

Alexander Björn hefur verið ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 frá því í byrjun árs 2023. Hann hefur verið virkur félagi í Samtökunum ‘78 og tekið þátt í starfinu meðal annars sem jafningafræðari og hagsmunafulltrúi í hagsmunaráði fyrir hönd Trans Íslands og Hinsegin kórsins. Alexander hefur einnig verið í stjórn Trans Íslands og þar af eitt ár sem formaður. Alexander er sjálfur trans maður og hefur mikið beitt sér fyrir bættum réttindum trans fólks á Íslandi. Hann tók meðal annars þátt í gerð frumvarps til laga um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Alexander útskrifaðist með MA í félagsráðgjöf til starfsréttinda árið 2021. Hann hefur reynslu af því að starfa í barnavernd en starfar núna sem félagsráðgjafi í Transteymi fullorðinna á Landspítalanum. Í starfi sínu á Landspítalanum sinnir hann stuðningi við trans fólk og aðstandendur þeirra. Þá tekur hann einnig þátt í þróun og breytingum á teyminu, sem og gerð fræðsluefnis fyrir trans fólk og annað fagfólk. Reynsla og þekking Alexanders er helst fullorðið trans fólk og fjölskyldur þeirra en hann starfar með alla aldurshópa. Hann býður upp á viðtöl við börn, ungmenni og fullorðinna, hann hittir gjarnan foreldra og fjölskyldur sem þurfa fræðslu og/eða stuðning vegna barna sinna.

Alexander leiðir líka reglulega stuðningsfundi ásamt öðru ráðgjöfum.

Senda erindi