Skip to main content
search

Andrean Sigurgeirsson

Fornafn: Hann

Andrean Sigurgeirsson er meðstjórnandi Samtakanna ‘78

Andrean hefur að mestu alist upp á Íslandi en einnig í Indónesíu og Danmörku. Hann er blandaður Íslendingur og er hálfur Indónesi

Andrean útskrifaðist með BA gráðu sem samtímadansari frá Listaháskóla Íslands 2016. Hann er einnig með diplóma í indónesíkri sögu og menningu frá háskólanum í Indónesíu ( University of Indonesia)

Andrean er fastráðinn dansari hjá Íslenska Dansflokknum og hefur unnið þar síðan 2017. Hann hefur tekið að sér ýmiskonar listræn verkefni þ.a.m. sem dansari hljómsveitarinnar Hatara. Hann er einnig danshöfundur og hefur gefið frá sér nokkur dansverk. Andrean hefur notað platformið sitt sem listamaður á pólitískan hátt og beint sjónum að réttindabaráttu hinsegin fólks í löndum þar sem hinsegið fólk á mjög undir höggi að sækja.

Andrean er í sambúð með Viktori Stefánssyni.

Ef Andrean er ekki að eyða frítíma sínum í listir, menningu eða einhverskonar hreyfingu þá þykir honum fátt betra en að róa hugann yfir ljúfri rödd David Attenboroughs og dýralífsþáttunum hans. Hann er kattarhvíslari mikill, mjög kaldhæðinn og vill helst alltaf vera í návist vina og fjölskyldu.

Senda erindiFacebookInstagram