Skip to main content

Ástrós Erla Benediktsdóttir

Fornafn: Hún

Ástrós hefur starfað sem ráðgjafi hjá Samtökunum´78 síðan 2020 en starfar einnig sjálfstætt sem jógakennari, heilari og andlegur markþjálfi. Hún er einnig menntaður félagsráðgjafi og blandar hún öllu þessu saman í ráðgjöf sinni og býður þannig upp á heildræna nálgun að bættri andlegri, sálarlegri og líkamlegri heilsu.

Ástrós hefur verið virk í hinsegin samfélaginu frá 2019 bæði sem starfsmaður Samtakanna´78, sem ráðgjafi og fræðari en einnig er hún einn af stofnendum Veru, félags hinsegin kvenna og kvára.

Í starfsemi sinni leggur hún áherslu á að við kynnumst og eflum samskiptin okkar við okkur sjálf, líkama okkar, huga og tilfinningar og notast við allskyns huglægar, andlegar og orkulegar æfingar í sambland við ráðgjöf til að aðstoða einstaklinga að komast í dýpri tengingu við sjálft sig og líkama sína. Með því að byrja að hlusta og kynnast sjálfu sér og líkömum okkar betur fáum við tækifæri á að öðlast hugarró, meiri sjálfsvirðingu, sjálfsást, skýrleika og höfum þannig jákvæð áhrif á alla þætti lífs okkar.

Ástrós býður upp á viðtöl fyrir öll sem upplifa sig tilbúin að efla tengingu við sjálft sig, tilfinningar sínar, huga, líkama, drauma og vilja.

Instagram