Skip to main content
search

Daníel E. Arnarsson

Fornafn: Hann

Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 frá árinu 2017.

Daníel er fæddur árið 1990 og er Þorlákshafnarbúi en þar ólst hann upp til tvítugs, síðan þá hefur hann búið í Hafnarfirði og í Reykjavík. Daníel gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Daníel er með BA próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands, 2016.

Daníel vann í markaðs- og auglýsingamálum hjá Te&Kaffi, hefur unnið við fiskvinnslu, þjónastörf, verslunarstjórastörf, var kosningastjóri í þremur kosningum og áður en hann byrjaði hjá Samtökunum ’78 var hann framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Í frítíma sínum leggur Daníel rækt við söng og stýrir vikulegum karaoke-kvöldum á hinsegin skemmtistaðnum Kiki-Queer Bar. Daníel elskar útiveru og náttúru, enda mikill íþróttamaður og dansari.

Senda erindiFacebookTwitterInstagram