Skip to main content
search

Elín Margrét Ólafsdóttir

Fornafn: Hún

Elín Margrét hefur verið ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 síðan í maí 2022.

Hún útskrifaðist sem barna- og unglingasálfræðingur vorið 2022 og starfar einnig á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Hún býður upp á viðtöl við börn og unglinga en hittir einnig fullorðið fólk sé þess óskað og gjarnan fjölskyldur og/eða foreldra sem þurfa ráðgjöf og/eða fræðslu vegna barna sinna.

Elín Margrét leiðir líka reglulega stuðningsfundi ásamt öðrum ráðgjöfum. Hér má fá allar upplýsingar um þá fundi sem eru í boði.