Fornafn: Hún
Guðbjörg Ottósdóttir er félagsráðgjafi og hefur starfað við ráðgjöf S78 frá árinu 2004. Guðbjörg lauk BA gráðu í félagsfræði og mannfræði 1987, MA í félagsfræði 1991, BA í félagsráðgjöf 1998 og PhD í Mannvistarlandfræði 2015. Guðbjörg á að baki langt starf sem félagsráðgjafi innan sviðs félagsþjónustu í starfi með einstaklingum, fjölskyldum og flóttafólki.
Guðbjörg starfaði í tvö ár við barnavernd í London, Englandi. Frá árinu 2013 hefur Guðbjörg gengt fullu starfi sem lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands samhliða ráðgjöf í ráðgjöf Samtaka78. Auk ráðgjafar við LBGTQI einstaklinga og pör þá veitir Guðbjörg einkum ráðgjöf við LGBTQI einstaklinga og fjölskyldur sem eru flóttafólk. Guðbjörg starfar með alla aldurshópa en þó einkum 18 ára og eldri.