Skip to main content

Margrét Nilsdóttir

Fornöfn: Hún/hán

Margrét byrjaði í ráðgjöfinni haustið 2022. Hán útskrifaðist sem sálfræðingur vorið 2022 og starfar einnig á Landspítalanum. Hán hefur verið virkt í hinsegin samfélaginu síðan 2013 og verið formaður félagsins BDSM á Íslandi síðustu ár.

Auk almennrar sálfræðiþekkingar hefur Margrét góða þekkingu á fjölbreytileika kynhegðunar og mismunandi sambandstilhögunum, til að mynda fjölástasamböndum og valdaskiptasamböndum.

Margrét býður upp á viðtöl við fullorðið fólk, einstaklinga og pör. Margrét leiðir líka reglulega stuðningsfundi ásamt öðrum ráðgjöfum. Hér má fá allar upplýsingar um þá fundi sem eru í boði.