Skip to main content

Ragnar Skúlason

Fornafn: Hann

Skúli Ragnar Skúlason, Ragnar eins og hann er ávallt kallaður, er fæddur árið 1964. Ragnar er samkynhneigður og kom út árið 1986. Undanfarin ár hefur Ragnar unnið sem fiðlukennari og sérkennari við Tónlistarskólann á Akranesi, ásamt því að stjórna þjóðlagasveitinni Slitnir Strengir. Ragnar hefur einnig starfað sem aðstoðarskólastjóri við sama skóla í síðastliðin sautján ár.

Ragnar er lærður í leiklist og málformi (e. speech formation) og hefur unnið með málformið í meðferðarlegum tilgangi. Ragnar er með MA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og starfar nú hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar með teymi sem sinnir alþjóðlegri vernd á Íslandi.

Senda erindi