Skip to main content

Sigríður Birna Valsdóttir

Fornafn: Hún

Sigríður Birna Valsdóttir hefur verið ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 frá upphafi árs 2009 og virkur félagi í Samtökunum frá árinu 1995. Hún er með B.Ed frá Kennaraháskóla Íslands, MA í leiklistarmeðferð og sálmeðferð frá NYU og diploma á mastersstigi í Fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands. Auk þess hefur hún sótt fjölmörg námskeið og ráðstefnur með því markmiði að
endurmennta sig á sviði sálmeðferðar og hinsegin fræða.

Auk ráðgjafar í Samtökunum hefur Sigríður Birna unnið í Hagaskóla frá árinu 2003, þar sem hún sinnir nemendaþjónustu og fjölskylduvinnu sé þess óskað og kennir leiklist og setur upp söngleiki. Hún hefur líka í mörg ár
leiðbeint á sjálfstyrkingarnámskeiðum í Foreldrahúsi og komið að ýmsum verkefnum, haldið námskeið og fyrirlestra og unnið sjálfstætt með fjölskyldum og unglingum í samskiptavanda, tilfinningalegum vanda og/eða vímuefnavanda.

Eins hefur hún í gegnum árin verið dugleg að heimsækja starfsfólk skóla og annarra vinnustaða og fræða það um hinsegin mál og undanfarin ár sérstaklega um málefni trans barna og ungmenna.

Sigríður Birna hefur mikla reynslu af vinnu með alls konar hinsegin fólki og tekur gjarnan fjölskylduviðtöl og viðtöl við börn, unglinga og fullorðið fólk sem á í erfiðleikum með að skilgreina kynhneigð sína eða kynvitund. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í starfi með börnum og unglingum sem eru með ódæmigerða kyntjáningu eða eru trans. Hún leiðir m.a. stuðningshópa fyrir trans unglinga á aldrinum 13 – 17 ára og trans ungmenni 18 -25 ára og eins fyrir foreldra og aðstandendur þeirra. Þessir fundir eru einu sinni í mánuði og má fá allar upplýsingar um þá hér.

Senda erindi