Skip to main content
search

Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Fornafn: Hún

Þorbjörg Þorvaldsdóttir er verkefnastýra Samtakanna ’78 og hóf störf í apríl 2023. Áður var hún formaður félagsins frá 2019-2022, ritari félagsins tímabilið 2018-2019 og í trúnaðarráði árið 2015. Þorbjörg er fædd árið 1990 og er málfræðingur að mennt. Hún lauk BA-prófi í almennum málvísindum frá HÍ 2015 og MA-prófi í málvísindum frá háskólanum í Leiden 2017.

Hún var rannsóknarmaður og síðar doktorsnemi í íslenskri málfræði við HÍ 2017-2019 og kennir nú íslensku í Víðistaðaskóla. Samhliða námi hefur hún starfað sem flugfreyja, barþjónn, móttökustarfsmaður og við aðhlynningu aldraðra.

Þorbjörg hefur búið víða, m.a. Hollandi, Danmörku og Hondúras, en er að mestu uppalin í Garðabæ og býr þar nú. Hún er gift Silju Ýr S. Leifsdóttur og á með henni tvær dætur fæddar 2016 og 2019.

Þorbjörg er mikil áhugamanneskja um kaffi og drekkur ótæpilegt magn af þeim góða drykk á degi hverjum. Hún elskar hlátursköst, ljóð og málfræðilegt kyn. Þorbjörg skilur ekkert nema stöngulinn eftir þegar hún borðar epli og talar (að eigin mati) mjög sannfærandi blandínavísku.

Senda erindiFacebookTwitterInstagram