Skip to main content
search

Unnsteinn Jóhannsson

Fornafn: Hann
Unnsteinn Jóhannsson er varaformaður Samtakanna ’78.

Unnsteinn er fæddur árið 1986 og ólst upp í Garðabæ til tvítugs, síðan þá hefur hann búið í fimm löndum og ýmsum hverfum Reykjavíkur.

Unnsteinn gekk í Iðnskólann í Hafnarfirði. Unnsteinn er útskrifaður sem kaosPilot frá Árósum í Danmörku og stundar nú diplómanám í kynfræði í Háskóla Íslands.

Unnsteinn var aðstoðamaður Óttarss Proppé á Alþingi og síðar í heilbrigðisráðuneytinu. Hann vinnur nú í Epal, Unnsteinn hefur unnið fjölbreytt störf allt frá því að vera framvkæmdastjóri Landssambands æskulýðsfélaga, sem verslunarstjóri hjá Te og kaffi og sinnt sumarnámskeiðum á vegum skátanna.

Unnsteinn er giftur Hafþóri Óskarssyni.

Í frítíma sínum finnst Unnsteini sérlega gaman að nostra við matagerð, halda stærri og smærri matarboð, stundar líkamsrækt í Granda 101 að kappi og hlustar af miklum ákafa á hlaðvörp.

Senda erindi