Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

1. Stjórnarfundur 2020

By 13. mars, 2020apríl 29th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Marion Lerner, Unnsteinn Jóhannsson, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir, Rósanna Andrésdóttir, Daníel E. Arnarsson (frkstj.)

Fundargerð ritar Daníel E. Arnarsson

Fundur settur: 16.24

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Stjórn fer yfir verkefni komandi starfsárs og ræðir megináherslur.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir var kjörin formaður á aðalfundi og mun því gegna því embætti.

Stjórn hefur skipt með sér verkum:
Unnsteinn Jóhannsson verður varaformaður
Bjarndís Helga Tómasdóttir verður ritari
Rósanna Andrésdóttir verður gjaldkeri
Edda Sigurðardóttir verður alþjóðafulltrúi
Andrean Sigurgeirsson verður meðstjórnandi
Marion Lerner verður meðstjórnandi

2. Starfsreglur

Stjórn fer yfir og uppfærir að hluta starfsreglur stjórnar. Nánar verður unnið með starfsreglurnar á næstu vikum.

3. Fundartími og fyrirkomulag

Stjórn kemur sér saman um fundartíma og færir inn í dagbók.

4. Önnur mál

a) Rannsókn Háskólans á Akureyri
Háskólinn á Akureyri vill setja af stað rannsókn er varðar upplifun og reynslu hinsegin fólks af lögreglunni og störfum þeirra. Stjórn tekur vel í hugmyndirnar og heimilar framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

Fundi slitið 18.10

Leave a Reply