Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

1. Stjórnarfundur 2023

By 18. mars, 2023janúar 17th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Jóhannes, Kristmundur, Mars, Þórhildur, Vera, Daníel (framkvæmdastjóri), Hrönn (áheyrnarfulltrúi félagaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 10:24

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Stjórn skiptir með sér hlutverkum sem hér segir:
Bjarndís, varaformaður
Vera, ritari
Jóhannes, gjaldkeri
Mars, meðstjórnandi
Þórhildur, meðstjórnandi
Kristmundur, meðstjórnandi

2. Stjórn setur sér starfs- og fundarreglur

Stjórn ræðir notkun á Slack. Stjórn samþykkir að halda áfram að notast við Slack en skoða aðra möguleika í framtíðinni.

Stjórn samþykkir að funda á fimmtudögum kl. 17 á þriggja vikna fresti. Stjórn ákveður að birta stjórnarfólki fyrirhugaða dagskrá stjórnarfunda degi fyrir fundinn.

Sálfræðingur verður fenginn á fund stjórnar til að ræða hvernig tekist er á við ýmis erfið mál.

Stjórn ræðir tölvupóstföng og framkomu stjórnarfólks á samfélagsmiðlum.

3. Hlutverk stjórnar

Framkvæmdastjóri og stjórn fara yfir ólík hlutverk stjórnar, framkvæmdastjóra og starfsfólks, og samskipti þeirra á milli.

4. Tvö málþing

Bjarndís leggur til að haldið verði málþing í tilefni 45 ára afmæli Samtakanna í maí. Stjórn samþykkir. Bjarndís leggur ennfremur til að haldið verði málþing um hinsegin menningu í haust. Stjórn samþykkir að skoða málið nánar.

5. Starfshópur vegna skjalasafns

Álfur og Bjarndís leggja til að stofnaður sé starfshópur um framtíð skjalasafns Samtakanna ‘78, sem nú er á Borgarskjalasafni sem leggja á niður. Kvennasögusafn hefur lýst yfir áhuga á samvinnu. Bjarndís býðst til að leiða starfshópinn. Stjórn fagnar.

6. Aðild Samtakanna ‘78 að IGLYO

Þórhildur leggur til að Samtökin gerist aðili að International Lesbian, Gay, Bisexual, Transgender, Queer & Intersex Youth and Student Organisation (IGLYO), alþjóðasamtökum ungs hinsegin fólks. Aðild að samtökunum fæli í sér ýmis tækifæri fyrir ungmenni innan Samtakanna. Stjórn samþykkir og ákveður að kynna málið fyrir ungmennaráði.

7. Samningur við Ríkislögreglustjóra

Framkvæmdastjóri kynnir stjórn samning Samtakanna um fræðslu við embætti Ríkislögreglustjóra. Stjórn ræðir.

8. Skrifstofa

Framkvæmdastjóri boðar breytingar á starfsemi skrifstofunnar, aukið skipulag og gerð ferla.

9. Landsþing hinsegin fólks

Stjórn ræðir viðburði á landsþingi hinsegin fólks 2023 og umræðu því tengt.

Fundi slitið: 12:24