Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

10. Stjórnarfundur 2020

By 26. október, 2020janúar 5th, 2021No Comments

Mætt: Þorbjörg, Daníel (framkv. stj.), Agnes (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Bjarndís, Rósanna, Edda og Andrean
Ritari: Bjarndís Tómasdóttir

Fundur settur: 16.40

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Stjórn samþykkir tvær síðustu fundargerðir.

2. Félagsfundur

Stjórn ræðir félagsfund 7. nóvember n.k. og hvaða mál verði rædd á fundinum. Ljóst er að fundurinn verður á netinu vegna ástandsins í samfélaginu. Sent verður út frá Suðurgötu.

Félagsfólk verður hvatt til þess að taka þátt í könnun um blóðgjafir hinsegin karlmanna sem nú fer af stað.

3. Fjármál

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðu fjármála. Framkvæmdastjóri og gjaldkeri hafa verið að vinna í fjárhagsáætlun 2021. Stjórn gleðst yfir því hvernig fjárhagsáætlun hefur verið unnin, yfirsýnin er nú eins góð og hugsast getur.
Samningaviðræður við ríki og borg eru enn í gangi.

4. Skipulag fram að jólum

Stjórn hittist næst formlega á félagsfundi 7. nóvember. Næsti stjórnarfundur verður 23. nóvember. Formaður athugar möguleikann á því að klára stefnumótun á þeim stjórnarfundi, verði staðan í samfélaginu betri og hægt að hittast í eigin persónu.
Viðburðastýra er að vinna í að skipuleggja netviðburði fyrir félagsfólk.

5. Fjáröflun

Verkefnið Regnbogavinir er í ferli. Hugmyndir um jólafjáröflun verða skoðaðar betur fyrir næstu jól. Ýmsar hugmyndir ræddar og formaður hvetur stjórn til að taka þátt í umræðum um fjáröflun á Slack.

6. Þjóðskrá

Framkvæmdastjóri hefur verið að vinna að breyttri kynskráningu hjá Þjóðskrá. Lítið vantar upp á til þess að ljúka vinnunni. Framkvæmdastjóri stingur upp á ör-hýryrðakeppni. Stjórn samþykkir glaðlega þá hugmynd.

7. Frumvörp til laga

Átta frumvörp liggja fyrir hjá Samtökunum til umsagna. Skil á þeim umsögnum er næsta fimmtudag, 29. október.
Formaður ræðir þann andlega toll sem umræða í samfélaginu um, t.a.m. frumvörp um kynrænt sjálfræði, eru að taka af fólki og hvernig Samtökin geta verið stuðningur við félagsfólk. Haft verður samband við Trans Ísland til þess að athuga hver staðan er og bjóða aðstoð.

8. Önnur mál

Gay Iceland sendi erindi og hvetja til þess að stjórn nýti sér þann vettvang til þess að birta greinar.
Pétur Markan, Daníel framkvæmdastjóri og Hýr menningarmiðlun áttu góðan fund í dag þar sem skoðað var hvernig Hýr geti tekið að sér það verkefni að nálgast frásagnir hinsegin fólks af framkomu kirkjunnar í sinn garð undanfarna áratugi.

Fundi slitið: 17:41