Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

11. Stjórnarfundur 2023

By 21. nóvember, 2023janúar 17th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Jóhannes, Kristmundur, Mars, Þórhildur, Vera, Hrönn (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Daníel (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 16:09.

1. Ungmennaráð

Stjórn ræðir hlutverk og skipan ungmennaráðs Samtakanna ‘78.

2. Rekstrarstjóri

Magnús, nýráðinn rekstrarstjóri Samtakanna ‘78, kemur á fundinn og kynnir sig fyrir stjórn. Stjórn fagnar ráðningunni.

3. Fjármál og starfsmannamál

Daníel fer yfir fjármálin. Útlit er fyrir samningar náist við ráðuneyti og að ekki þurfi að fara í niðurskurð á næsta ári. Stjórn fagnar. Daníel fer að auki yfir fréttir af starfsmönnum og skrifstofu. Stjórn ræðir starfsmannamál.

4. Fréttir af Finnlandsferð

Bjarndís segir frá ferð hennar og Bergrúnar til Finnlands að fræðast um in-country volunteering hjá European Solidarity Corps. Bjarndís segir ferðina hafi verið mjög spennandi og hún sjái marga möguleika fyrir Samtökin í svona starfi.

5. Önnur mál

Álfur minnir á jólahlaðborð stjórnar og starfsfólks á laugardag.

Fundi slitið: 16:58.