Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

12. Stjórnarfundur 2016

By 14. desember, 2016mars 12th, 2020No Comments

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Unnsteinn Jóhannsson – UJ, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Júlía Margrét Einarsdóttir – JME, ritari. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, meðstjórnandi. Guðmunda Smári Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Erica Pike – EP, áheyrnarfulltrúi í stjórn. Helga Baldvins- Bjargardóttir – HBB, tilvonandi framkvæmdastýra. Auður Magndís Auðardóttir – AMA, fráfarandi framkvæmdastýra. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Þann 14. desember 2016 var haldinn fundur að Vesturgötu 65 klukkan 18:40.

Fundur settur 18:40 14. desember 2016. Mættir voru MHG, UJ BT, JME, ÁBB, GSV og EP.

1.Fjárhagsmál

Gjaldkeri og framkvæmdastýra funduðu í vikunni um fjárhagsáætlun og niðurstöður fundar kynntar fyrir stjórnarfundi. Lögð hefur verið fram tillaga um að keyptir verði tveir nýir skrifborðsstólar. Einnig var rætt að nú þarf að kaupa tölvu fyrir fræðslustýru. Ákveðið hefur verið að styrkja aðfangadagskvöldið um 20.000. Ráðgert er að 300.000 fari í viðgerð á hurð á ráðgjafaherbergi. Einnig er ráðgert að sama upphæð fari í að mála félagsheimilið. Auður hafði leitað að tilboðum og lagt er til að keyptir verði 50 stólar. Þegar sófasettið var keypt fékkst 30% afsláttur í húsgagnahöllinni svo að ákveðið er að hafa samband við þau á ný til að skoða hvort ekki sé hægt að fá slíkt til að geta skipt út hægindastólum og sófa. Að lokum er gert ráð fyrir um 50.000 króna kostnaði í jólagjöfum til mannauðsráðgjafa, sáttamiðlara, ráðgjafa, lögfræðing, ráðgjafa og starfsmanna.

2.Starfsmannamál

Launamál starfsmanna eru rædd. Ný framkvæmdastýra hefur störf í 100% starfi um áramótin en fræðslustýra mun starfa 50%.

Benedikt leggur til að lögð verði fram breytingatillaga á næsta aðalfundi þess efnis að möguleiki verði á þegar félagsgjöld eru annarsvegar að greiða hærri upphæð en 3500 eins og gert er t.d. í Landvernd.

Hlé á fundi HBB, AMA og SR bætast við fundinn

Júlía Margrét tilkynnir formlega um brottflutninga af landi í janúar og leggur til að skipuð verði eftirmanneskja sem allra fyrst.

Upp kemur sú hugmynd að hafa skipulagðara system fyrir sjálfboðaliðastarfið, að fólk skrái tímana sína svo hægt sé að hafa betri yfirsýn yfir hverjir vinna hvað.

Sólveig Rós fékk tölvupóst frá Ilga europe um námskeið í Brussel í febrúar og hún er með nokkur blöð um þetta. Þau vilja fá fólk til að læra meira um HIV til að auka þekkingu í félögum einsog okkar. Þetta er borgað af þeim en þau eru með takmarkað fé utan ESB. Sólveig Rós telur okkur eiga ágætis séns ef við gerum góða umsókn. Sólveig Rós leggur til að við gerum góða umsókn og sendum einhvern á okkar vegum. Sólveig Rós þiggur 50% stöðu árið 2017 og fastan samning til eins árs.

222 netföng vantar í félagatalið, það þarf að útvega þau. Hugmynd hefur komið upp um að hringja í fólkið til að biðja um tölvupóst, fyrst og fremst fundarboð. Sé einhver ekki með tölvupóst er hægt að bjóða viðkomandi að fá bréflegt boð á aðalfund einu sinni á ári. Mikilvægt er að hafa gert þetta áður en fundarboð fyrir samtakamáttinn er sent út. Fyrir þennan tíma þarf að senda út tilkynningu á heimsíðu, facebook osfrv.

Verði fjárhagsáætlun samþykkt mun Auður taka það að sér að kaupa sófann. Nokkuð útséð er að ekki er hægt að mála fyrir áramót og þannig losnar peningur sem hægt væri að nýta í húsbúnað. Guðmunda mun ræða við Fríðu hvað er brýnast í þeim efnum. Ákveðið er að gefa hinar mublurnar til dæmis til hælisleitenda í gegnum Semu Erlu Serdar. Guðmunda, Benedikt og Unnsteinn munu sjá um stólakaup á staflanlegum stólum. María, Helga og Sólveig Rós munu fara að skoða skrifborðsstóla. Hvað tölvukaup varðar fékkst síðast tilboð frá Advania og mun Sólveig Rós skoða að fá slíkt aftur.

Fundi slitið 21:45

Leave a Reply