Skip to main content
FundargerðirStjórn

12. stjórnarfundur S78 18. september 2012

By 2. október, 2012mars 6th, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Svavar Gunnar Jónsson, Ugla Stefanía Jónsdóttir og Fríða Agnarsdóttir. Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi) boðaði seinkun en mætti í lok fundar. Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir,  Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri og Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir fulltrúi trúnaðarráðs boðuðu forföll.

Fundur settur 17:48

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar 
    Samþykkt
  2. Rapport frá Sillu og Árna Grétari varðandi þarfagreiningarnefnd og húsnæðismál
    Þau vilja fá mat frá smið eða einhverjum öðrum fagaðila, á ástandi húsnæðis og hvað þarf að gera varðandi viðhald. Síðan þarf að fá verðhugmynd á eigninni frá fasteignasala.
    Þau hafa síðan óskað eftir einskonar mati frá hagsmunahópum og þeim starfshópum sem nýta húsnæðið um hvernig þeirra sýn á húsinu er þ.e. hvort húsnæðið henti þeirra viðburðum og þá hvernig eða hvernig ekki. Einnig að ræða við aðra hópa sem hefðu kannski viljað nýta sér húsið en gera það ekki þ.e. af hverju það er ekki gert. S.s. heilmikil vinna er í gangi.  Frekara rapport á næsta fundi.
  3. Fræðslufulltrúi – ráðning
    2 umsóknir eru þegar komnar en umsóknarfrestur ekki liðinn. 
  4. Trúnaðarráðsfundur dagskrártillögur:
    Ættleiðingar – aðgerðaráætlun,
    Vestfjarðaferð,
    Framtíð Mannréttindarverðlauna S’78 rædd.
    Samþykkt að óska einnig eftir tillögum frá trúnaðarráði.
    Ugla og Mummi ætla að athuga með dagsetningu í samvinnu við trúnaðarráð og aðra aðila. 
  5. Önnur mál
  • Mummi og Sigga Birna fóru á fund  mannréttindahóps nefndar um málefni ungsfólks 18-35ára, í velferðarráðuneytinu. Fulltrúar nefndarinnar óskuðu eftir að ræða réttindi samkynhneigðra en Mummi og Sigga Birna bentu á að S78 væri hagsmunafélag fleiri hópa en samkynhneiðra og að transfólk væri eitthvað sem þyrfti að skoða vel.
    Lögðu líka mikla áherslu á að ekki mætti skerða fjárveitingar meira og frekar þyrfti að auka við fjáveitingar til Samtakanna  Fræðsla og ráðgjöf væru mjög mikilvægir póstar til þess að ná og viðhalda jafnrétti hinsegin fólks í samfæelaginu og stuðla að vellíðan þessa hóps. Bentu á að fræðslan hjá okkur nær einnig til mun yngra fólks en þessi markhópur þeirra. Bentu einnig á varðandi ættleiðingar að þrátt fyrir að samkynhneigðir hefðu rétt til þess að ættleiða börn þá virkar sá réttur ekki í raun þar sem þau lönd sem Ísland er með ættleiðingarsamninga við heimila ekki ættleiðingar til samkynhneigðra. Það er eitthvað sem yfirvöldum bæri að skoða – að finna lönd sem myndu heimila ættleiðingar til samkynhneigðra. 
  • Flóamarkaður/kjólamarkaður hjá okkur næstkomandi laugardag þ.e. 22.september frá 12 – 17. Samtökin verða með vöfflur og kaffi til sölu. Ýmsir aðilar með varning til sölu á ca 10 básum. 
  • Rekstraraðilar Bíó Paradís höfðu samband  og  þau langar til að setja af stað hinsegin bíóklúbb og fá þá okkar aðstoð t.d. við að auglýsa hann. Málið á frumstigi. 
  • Samtarf við HIV-Ísland. Svavar leggur til samstarf milli Samtakanna og HIV-Ísland í auglýsinga- og fræðslumálum fyrir öruggu kynlífi. Þarf að fara að gera skurk í þeim málum öllum. 
  • Ekki er boðlegt að hafa stóra fundi á opnuhúsi. Allt í lagi að hafa smá fræðslu eða smá fund sem er í upphafi kvölds t.d. 30 – 60 mín en ekki eitthvað sem lokar alveg á almennan kúnna nánast allt kvöldið. 

Fundi slitið 18:37
Ekki hefur verið ákveðið hvenær í þarnæstu viku næsti fundur verður. 
Fundarritari: Fríða Agnars 
 

Leave a Reply