Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

14. Stjórnarfundur 2022

By 18. febrúar, 2022mars 8th, 2022No Comments

Viðstödd eru: Þorbjörg, Þórhildur, Agnes, Edda, Óli Alex, Daníel (framkv. stj.) og Tinni (fulltrúi ungmennaráðs). Forföll boða: Bjarndís, Sigga Ösp og Andrean.
Fundargerð ritar: Daníel E. Arnarsson
Fundur settur: 16:20

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð hefur þegar verið samþykkt á Slack-rás stjórnar.

2. AUS

Samtökin ‘78 hafa verið þátttakandi hjá AUS (Alþjóðleg ungmennaskipti) í ICYE verkefni þar sem ungt fólk fær tækifæri til að vinna erlendis. AUS hefur boðið Samtökunum að taka þátt í ICYE-ESC sem er evrópuverkefni en ekki alþjóðlegt. Samþykkt samhljóða.

3. Ráðgjöf

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðu ráðgjafaþjónustunnar. Þorbjörg minnist á atriði úr aðgerðaráætlun er viðkemur móttöku nýrra ráðgjafa. Unnið áfram. Einnig ræðir stjórn þörf á nýjum stuðningshópi. Vísað til framkvæmdastjóra.

4. Reykjavíkurborg og félagsmiðstöð

Ræddum samninginn við Reykjavíkurborg og stöðuna í félagsmiðstöð.
Hinsegin félagsmiðstöðin opnaði aftur, eftir Covid lokun, núna í vikunni. Opnunin gekk mjög vel.

5. Landsþing hinsegin fólks

Dagskrá verður kynnt opinberlega á morgun, laugardag.

6. Heiðursmerki

Stjórn hefur ákveðið að gefa heiðursmerki sitt á landsþingi hinsegin fólks. Heiðursmerkjahafi er trúnaðarmál.

Fundi slitið: 18.15