Skip to main content
Fréttir

27. júní 2014

By 25. júní, 2014No Comments

Kæru vinir!

Hinn árlegi Stonewall dagur, 27. júní, gengur senn í garð og við hjá Samtökunum ´78 ætlum ekki að láta hann framhjá okkur fara án þess að gera okkur dagamun.

Síðasta opna húsið í Regnbogasalnum að Laugavegi 3 verður haldið að kvöldi þess dags með gleði í hjarta og saknaðartár á hvarmi, en opnu húsin munu fara svo í sumarfrí fram yfir flutninga félagsins.

Á þessum merka degi verður einnig félagið Intersex Ísland stofnað og viljum við bjóða þann félagsskap hjartanlega velkominn í sístækkandi flóru hinsegin félaga á Íslandi.

Barinn verður opinn og stefnt að því að tæma lagerinn og því verða ofur tilboð á barnum; stór bjór aðeins 350 kr.- og bjór og skot aðeins 500 kr.- Húsið opnar kl: 20.

Við lofum góðri tónlist, fallegri stemmingu og vonumst svo sannarlega til að sjá þig hjá okkur.

Leave a Reply