Skip to main content
FréttirTilkynningViðburður

28. júní: Fyrsta gleðigangan voru óeirðir

By 25. júní, 2019maí 26th, 2020No Comments

Árið 2019 markar söguleg skil í réttindabaráttu hinsegin fólks, en þá eru 50 ár liðin frá Stonewall mótmælunum gegn lögregluofbeldi sem mörkuðu upphaf réttindabaráttu hinsegin fólks eins og við þekkjum hana í dag.

Í tilefni þess heiðra Samtökin ’78 Stonewall daginn, 28. júní, en þá var fyrsta múrsteininum kastað sem reyndist örlagarík stund í réttindabaráttu okkar.

DAGSKRÁIN:

Dagskráin hefst með leiðsögn um listasýningunga Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ’78 sem er á Reykjavíkurtorgi í Grófarhúsinu. Athugið er að nauðsynlegt er að skrá sig á þennan viðburð og einungis eru 20 pláss. Leiðsögnin fer fram frá kl. 17-17:30. Skráning fer fram hér.

Kl. 18.00-18.45 verður fræðsla um Stonewall uppreisnina haldin í húsnæði Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3. Boðið er upp á táknmálstúlkun og enskuþýðingu.

Frá kl. 18.45 -20.00 verður gjörningur í anda Stonewall óeirðanna og grillveisla í húsnæði Samtakanna ’78, Suðurgötu 3.

Því næst eða kl. 20.30 verður skálað en þá höldum við á Geira Smart og þar verður kokteilapartý, ræðuhöld og tónlist í boði Dj Seth Sharp.

Öll velkomin! Við vonumst til að sjá þig þar!

Nánari upplýsingar má sjá hér.

//

English:
The year 2019 marks a historical year for queer rights as the 50th anniversary of the Stonewall riots, which ignited our fight for equal rights as we know them today.

Samtökin ’78 invite you to honor the day with us, the 28th of June, with an informative and fun program.

THE SCHEDULE:

5-5.30 PM: Guided tour through the art exhibition Outside the bracket: Art and Samtökin ’78 which will be held at Reykjavíkurtorg, Grófarhús. Please note that registration is required for this part of the program. Please click here to register.

6-6.45 PM: Lecture on the Stonewall rebellion. It will be held in Samtökin ’78, Suðurgata 3 in Reykjavík. The lecture is in Icelandic but interpretation will be provided in icelandic sign language and translated into english.

6.45 – 8 PM: Performance art and barbeque! We will do an art project together and then food will be provided. In Suðurgata 3.

8.30 PM Cheers to Stonewall – cocktail party! We will head to the bar Geiri Smart for drinks, speeches and music provided by DJ Seth Sharp.

We hope to see you there!

More information can be found here.

Leave a Reply