Skip to main content
search
FréttirTilkynning

4 milljóna styrkur frá heilbrigðisráðuneytinu

By 5. maí, 2021júní 10th, 2021No Comments

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Samtökunum ´78 styrk að fjárhæð 4,0 milljónir króna sem varið verður til ráðgjafar og fræðslu um málefni hinseginfólks. Miðað er við að féð verði m.a. nýtt til sértækrar ráðgjafar til transfólks og Barna- og unglingageðdeildar Landspítala, fræðslu fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga, upplýsingagjöf á sviði kynheilbrigðis og verkefna sem ætlað er að sporna gegn félagslegri einangrun og andlegri vanlíðan hinsegin fólks en ásókn í ráðgjafaþjónustu Samtakanna ’78 hefur aukist mikið frá upphafi covid heimsfaraldursins.