Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

7. Stjórnarfundur 2020

By 10. ágúst, 2020september 21st, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg, Unnsteinn, Bjarndís, Edda, Daníel (framkv. stj.), Agnes (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Marion, Rósanna, Andrean
Ritari: Bjarndís Helga Tómasdóttir

Fundur settur: 16.44

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar hefur verið samþykkt.

2. GLSEN

GLSEN skýrslan kom úr þýðingu í dag en Margrét Níelsdóttir sá um þá þýðingu. Til stóð að kynna niðurstöður á Hinsegin dögum en vegna aðstæðna gekk það ekki upp. Þess í stað verða niðurstöður kynntar n.k. föstudag. Tótla gerir kynningu og skýrslan verður aðgengileg á vef Samtakanna. Verið er að vinna í staðsetningu.

3. Frumvörp í samráðsgátt

Formaður hvetur stjórn til þess að kynna sér frumvörpin sem liggja inn á samráðsgátt. Framkvæmdastjóri undirbýr samantekt sem deilt verður og kallað eftir athugasemdum úr hinsegin samfélaginu. Þær athugasemdir verði svo teknar til greina þegar stjórn skilar inn áliti.
Formaður leggur áherslu á mikilvægi þess að hlúa vel að því fólki sem verður fyrir aðkasti í kommentakerfum á netinu.

4. Heiðursmerki

Stjórn Samtakanna ræðir hugsanleg heiðursmerki árið 2020. Þetta verður tekið upp aftur á síðari fundi.

5. Starfsmannamál og flæðirit

Framkvæmdarstjóri óskar eftir umræðu um flæðirit í þeim tilgangi að auka skilvirkni á skrifstofu. Hvað er gott og hvað má betur fara.
Ljóst er að bæði stjórn og starfsfólk er undir miklu álagi og verkefnin er mikið fleiri en hægt er að sinna. Stjórn og framkvæmdastjóri munu strax lagfæra nokkra hluti til að skýra boðleiðir og munu halda áfram að vinna í þessum málum á næstu vikum og mánuðum, svo sem vinna að forgangsröðun og enn skýrari boðleiðum.

6. Senda inn erindi af vefsíðu

Framkvæmdastjóri ræðir hvernig best sé að nálgast stjórnarmeðlimi af vefsíðu Samtakanna. Ákveðið að halda í núverandi fyrirkomulag.

7. Verkefni stjórnar: Yfirlit

Ákveðið að ræða þennan lið frekar á næsta fundi.

8. Dagskrá vetrarins

Ákveðið að halda okkur við fyrra fyrirkomulag fyrir stjórnarfundi, þar sem stjórn hittist á þriggja vikna fresti (á mánudegi kl. 16:30) og á vinnufundi einu sinni í mánuði (á fimmtudegi). Tímasetningar ræddar.

Félagsfundur að hausti verður 7. nóvember.

9. Önnur mál

  • Formaður ræðir samstöðufund vegna ástandsins í Póllandi. Stjórn sér ríka ástæðu til þess að taka þátt í því.
  • Marion ber upp hvernig Samtökin 78 geti stutt við Divugleðina.
  • Stjórn Samtakanna samþykkir skipun í list og menningarráð, en það eru Þorvaldur Kristinsson, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir.
  • Formaður ber upp umræðu um hvernig Samtökin hafa hugsað sér að koma að alþjóðaverkefnum. Alþjóðafulltrúi bendir á að
    mikilvægt sé að stjórn myndi stefnu í þessum málum.
  • Fundi slitið: 19:15