Skip to main content
FundargerðirStjórn

7. Stjórnarfundur 2023

By 22. júní, 2023janúar 17th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Jóhannes, Kristmundur, Mars, Þórhildur, Daníel (framkvæmdastjóri), Alex (varaáheyrnafulltrúi)
Fundargerð ritar: Bjarndís Tómasdóttir

Fundur settur: 15:07

1. Fastur liður ungmennaráðs

Þessi liður fellur niður að þessu sinni þar sem ungmennaráð hafði ekki tök á að senda fulltrúa.

2. Stefna stjórnar

Stjórn hittist á morgun, föstudaginn 23. júní á stefnumótunarfundi.

3. Bakslagið

Þorbjörg fer yfir stöðu á verfkefnum sínum sem tengjast bakslaginu. Enn eru blikur á lofti og neikvæð þróun á Íslandi og á norðurlöndunum. Samtökin hafa á síðustu mánuðum unnið með markvissum og skipulögðum hætti gegn hættulegri orðræðu í samfélaginu og hefur stjórn fulla trú á því að sú vinna muni skila árangri.

4. Bælingarmeðferðarfrumvarpið

Ný lög gegn bælingarmeðferð voru samþykkt á Alþingi föstudaginn 9. júní. Stjórn fagnar innilega þessu stóra og mikilvæga skrefi í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og við þökkum henni ómetanlega vinnu í þágu alls hinsegin fólks.
53 þingmenn kusu með frumvarpinu, 3 sátu hjá en enginn kaus gegn því. Lögin taka gildi 1. Janúar 2024.

Sjá nánar: https://www.althingi.is/altext/153/s/0045.html

4. Gleðigangan

Villi fer yfir stöðu á skipulagi á framlagi Samtakanna ‘78 í Gleðigönguna í ár. Nokkrar breytingar hafa orðið frá upphaflegri áætlun en stjórn tekur virkilega vel í breytingarnar. Gott að hafa hugfast að við þurfum meira rými en okkur var ætlað í síðustu göngu.

5. Maraþon

Skipulag fyrir Reykjavíkurmaraþon gengur vel.

6. Styrkbeiðnir til Samtakanna ‘78

Beiðni barst um styrk til viðburðahalds á Hinsegin dögum. Stjórn hafnar þeirri beiðni að þessu sinni sökum lausafjárhagsstöðu. Einnig samþykkir stjórn að mikilvægt sé að sett sé stefna þegar kemur að styrkbeiðnum til góðra verkefna svo jafnræðis sé gætt.

7. Nuuk Pride

Stjórn samþykkir að senda tvö úr stjórn á Nuuk Pride nú í júlí. Ákveðið að það muni vera Bjarndís og Vera sökum sérlegs áhuga þeirra á vestnorrænu samstarfi.

8. Haustið og starfsmannamál (framhald frá síðasta fundi)

Daníel fer yfir stöðu á skrifstofu og verkefnin sem liggja fyrir í haust. Gríðarlegur vöxtur í fræðslu og ráðgjöf.

9. Trúnaðarmál – kvörtun

Trúnaðarmál rætt og fært í trúnaðarbók.

10. Önnur mál

Stjórn óskar eftir því að framkvæmdastjóri fari yfir sex mánaða uppgjör á næsta stjórnarfundi og áætlað sjóðstreymi út árið.

11. Samþykkt fundargerðar

Ritari þessa fundar setur fundargerð á SLACK-rás til stjórnar til samþykktar.

Fundi slitið: 16:22