Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

9. Stjórnarfundur 2016

By 3. maí, 2016mars 27th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir,
Kitty Anderson, Unnsteinn Jóhannsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir.
Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir og María Helga Guðmundsdóttir.
Forföll boðuðu Ásthildur Gunnarsdóttir og Júlía Margrét Einarsdóttir.

Ár 2016, þriðjudaginn 03.05.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði María Helga Guðmundsdóttir.

Auglýst dagskrá fundar:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Vikan sem var-­vikan framundan. Ráðning fræðslufulltrúa
3. Næstu skref í sáttaumleitunum
4. Vefstjórn
5. Öryggiskerfi í húsnæði S78
6. Ef tími gefst lagabreytinganefnd?

Önnur mál sem þarf að ræða: Ráðning fræðslufulltrúa, ÍSÍ, límmiðar og húsamálun, hvort færa megi fundinn í næstu viku á mánudag í staðinn fyrir þri. ‘

Fundur settur 12:12.

2. Vikan sem var-­vikan framundan

Fjármálafundur í liðinni viku leiddi ljós að við höfum efni á að ráða verktaka sem fræðslufulltrúa í 40% starf fram að áramótum. Þetta væri mjög gott vegna álags í fræðslu í haust.
Ugla upplýsir stjórn um að hún hefur hug á að sækja um þetta starf og dregur sig í hlé úr öllum umræðum um það. Hún víkur af fundi 12:15.
Samþykkt er að auglýsa starfið sem launað starf en bjóða tvo kosti í viðtalinu sem eru jafndýrir fyrir Samtökin: verktöku (miðað við 400.000 kr/mán fyrir fullt starf) eða launþegastöðu (m.v. ca. 350.000 kr/mán).
Gott væri að fá einhvern alveg utanaðkomandi, gjarnan úr skólakerfinu, til að taka þátt í viðtölum.

12:24 Ugla snýr aftur á fund.

3. Næstu skref í sáttaumleitunum

Allir fjórir meðlimir í stjórn kjörinni 2015 sem ekki sitja í stjórn 2016 hafa sagt að þeir líti ekki á sig sem stjórnarmeðlimi og telji stjórn 2016 rétt kjörna.
Miðvikudagur 18. maí valinn undir félagsfund. Leggjum lokahönd á svar og svörum Hverjum röndóttum á föstudaginn. Boðum félagsfund á mánudaginn og birtum á sama tíma svarbréfið okkar. Samþykkt er að ræða áskorunina í fundarboðinu og halda fjölda áskorenda (átta manns) til haga þar en nafngreina það fólk ekki.
Drög að dagskrá félagsfundar eru samþykkt. Reynt verður að fá Guðbjörgu ráðgjafa til að halda hugvekju, hugsanlega í samvinnu við Þórhildi vfm trúnaðarráðs.

4. Húsið, málun og gluggaskreytingar

Þórdís Claessen grafískur hönnuður hafði gert skissur að límmiðum á glugga Suðurgötunnar. Samþykkt er að greiða henni núna fyrir skissurnar og skoða betur hvort ástæða sé til að þróa þær frekar þegar ákveðið hefur verið hvernig mála skuli húsið.
Sem stendur eru 1,4 milljónir í hússjóði á Suðurgötu 3. Hægt væri að nota hluta þess fjár í að mála húsið. Auður ætlar að óska eftir húsfundi til að ræða verkin í sumar; 1­2 stjórnarliðar gætu sótt hann. Auður mun ennfremur láta framkvæma ástandsskoðun á húsinu.

5. Öryggiskerfi

Unnsteinn fær tilboð hjá bróður sínum, sem vinnur hjá NordTech, í öryggiskerfi. Mætti athuga að hafa sér númer fyrir mismunandi hópa/aðila til að hafa heimildir um umgengni ef eitthvað skyldi koma upp á.

6. Dreifing ábyrgðar

Hilmar formaður hefur þörf fyrir að draga sig í hlé af heilsufarsástæðum og mun fara í ótímabundið veikindaleyfi fljótlega. Samþykkt er að stjórn fundi fljótlega til að skýra verkaskiptingu og dreifa ábyrgð og álagi.

7. Ungliðastarf

Auður, Hrefna ungliðastarfsmaður og sjálfboðaliðar í ungliðastarfinu (Sólveig Rós, Guðmunda, Sigurður Júlíus, Anna Eir) áttu farsælan fyrsta fund í morgun og eru horfur á góðu samstarfi á þeim vettvangi.

Fundi slitið kl. 13:08.

Leave a Reply