Skip to main content

Gagnræða er öll tjáning sem miðar að því að minnka áhrif hættulegrar orðræðu án þess að beita ritskoðun. 

Námskeið í gagnræðu

Námskeiðið sem Samtökin ’78 bjóða upp á er hugsað fyrir hinsegin fólk og stuðningsfólk þeirra sem vill læra og æfa gagnreyndar aðferðir sem vinna gegn skautun og minnka áhrif hættulegrar orðræðu, þá sérstaklega á netinu. 

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur horfi á fyrirlestur um hættulega orðræðu og gagnræðu áður en vinnustofan er sótt. Fyrirlesturinn er gerður aðgengilegur þeim sem skrá sig. Vinnustofan er kvöldstund með upprifjun, æfingum og umræðum í Regnbogasal Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3, kl. 20-22.

Stór hluti þess áróðurs sem beinist gegn hinsegin fólki eru lygar og misvísandi framsetning/túlkun fyrirliggjandi upplýsinga. Vinnustofunni fylgir því aðgangur að upplýsingapakka um helstu álitaefni er varða hinsegin málefni ásamt heimildum.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Þorbjörg Þorvaldsdóttir (hún), samskipta- og kynningarstjóri hjá Samtökunum ‘78, kennari og MA í málvísindum. Ef einhverjar spurningar vakna er fólki velkomið að hafa samband í tölvupóstfangið thorbjorg@samtokin78.is.

Gagnræða - skráning

Nafn(Required)
Tölvupóstur(Required)
Vinnustofan er kvöldstund með upprifjun, æfingum og umræðum í Regnbogasal Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3. Dagsetningum er bætt við eftir því sem þörf krefur.
Ég er félagi í Samtökunum '78
Félagsfólk gengur fyrir ef vinnustofa fyllist.
Er eitthvað sem við þurfum að vita af? Hvað vilt þú fyrst og fremst fá út úr vinnustofunni?
Ég skil að...(Required)