Skip to main content
Fréttir

Aðalfundarboð

By 6. janúar, 2016No Comments

Kæra félagsfólk.
Aðalfundur Samtakanna ´78 2016 verður haldinn laugardaginn 5. mars kl. 14 að Suðurgötu 3. Rétt til setu hefur félagsfólk sem greitt hefur gjöld fyrir árið 2016. Greiðsluseðlar verða sendir út innan tíðar til skráðra félaga en einnig er hægt að greiða við innganginn. Hægt er að skrá sig sem félaga hér.

Dagskrá aðalfundar:
1. Skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrsla stjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og starfshópa
4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
6. Laga- og stefnuskrárbreytingar
7. Kjör formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera
8. Kjör þriggja meðstjórnenda
9. Kjör tíu félaga í trúnaðarráð
10. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
11. Önnur mál, þar sem meðal annars verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78

Óskað eftir framboðum
Kjörnefnd Samtakanna '78 kallar eftir framboðum til stjórnar og trúnaðarráðs auk ábendinga um áhugasama frambjóðendur.

Frambjóðendur vinsamlega sendi framboð þar sem tilgreint er hvaða embætti frambjóðandi sækist eftir auk helstu persónuupplýsinga, svo sem aldur, menntun og reynsla. Samkvæmt grein 3.3 í lögum Samtakanna ‘78 getur frambjóðandi tilgreint varaframboð sem tekur gildi nái viðkomandi ekki kjöri í tilsett embætti. Framboð (og varaframboð sé þess óskað) skulu berast á netfangið kjornefnd@samtokin78.is í síðasta lagi 20. febrúar.

Í kjörnefnd sitja:
• Gunnlaugur Bragi Björnsson
• Svanhvít Sif Björnsdóttir
• Tótla I. Sæmundsdóttir

Nánari upplýsingar um störf stjórnar og trúnaðarráðs má finna í lögum Samtakanna ’78. Einnig má hafa samband við kjörnefnd á ofangreindu netfangi eða framkvæmdastýru á netfanginu skrifstofa@samtokin78.is.

Lagabreytingatillögur

Lagabreytingatillögum skal skilað inn á netfangið skrifstofa@samtokin78.is í síðasta lagi þann 5. febrúar næstkomandi.

Túlkun og aðgengi

Fundurinn fer fram á íslensku en verður túlkaður á táknmál sé þess óskað. Óskir þess efnis skulu berast í síðasta lagi 20. febrúar á netfangið skrifstofa@samtokin78.is. Húsnæði samtakanna er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest! 

Leave a Reply