Skip to main content
search
AldraðirFréttirTilkynning

Aðild að Öldrunarráði Íslands

By 15. desember, 2016nóvember 16th, 2021No Comments

Það er gleðiefni að segja frá því að Samtökin ’78 hafa gerst aðilar að Öldrunarráði Íslands. Öldrunarráðið eru regnhlífarsamtök þeirra sem starfa að hagsmunum aldraðra hér á landi. Með þessu skrefi vilja Samtökin ’78 auka möguleika sína til að vinna á faglegan hátt að málefnum eldra hinsegin fólks í samvinnu við önnur félög. Mikil þörf er á að vinna að bættum hag eldra hinsegin fólks sem margt hvert er félagslega einangrað. Þá er það einnig þekkt að eftir því sem þjónustuþörf vegna heilsfars eykst með hækkandi aldri er aukin hætta á að fólk feli kynhneigð sína af ótta við neikvæð viðbrögð. Samtökin ’78 hlakka til að takast á við þetta verkefni.

Leave a Reply