Skip to main content
search
Fréttir

Aðalfundur FAS 19. maí

By 12. maí, 2010No Comments

Boðað er til aðalfundar FAS (Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra) miðvikudaginn 19. maí 2009 kl. 20:00, í félagsmiðstöð Samtakanna´78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Dagskrá:

  1. Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, segir frá frumvarpi til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög) og tilurð þess, og hvernig málefni sam kynhneigðra snúa að ráðuneyti hennar.
  2. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
    Kosning fundarstjóra og  fundarritara.
    Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi samtakanna.
    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
    Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga og afgreiðsla þeirra.
    Lagabreytingar.
    Kosning formanns.
    Kosning annarra stjórnarmanna.
    Ákvörðun um félagsgjald.
    Önnur mál.

Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir. Fundurinn er öllum opinn.

Framboð til stjórnar.

Óskað er eftir framboðum í stjórn félagsins. Við hvetjum fólk sem vill leggja okkur lið að gefa sig fram.  Guðrún Rögnvaldardóttir, formaður, gefur áfram kost á sér í stjórn. Framboðum skal skila inn til formanns (sími 899 5295, gudrun@stadlar.is) eða til fundarstjóra á aðalfundi.
 
Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórn FAS.

Leave a Reply