Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur FAS 2005 – Boðað er til aðalfundar og fræðsluerindis

By 20. maí, 2005No Comments

Tilkynningar Aðalfundur FAS verður haldinn miðvikudaginn 25. maí í félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4.h. og hefst með erindi kl. 20:00. Aðalfundarstörf hefjast kl. 21:00.

Dagskrá:
Kl. 20:00: Hulda Guðmundsdóttir, djákni flytur erindi: ?Þjóðkirkjan og samkynhneigðir: Viðhorfskönnun meðal presta og djákna?. Hulda mun kynna niðurstöður viðhorfskönnunar sem hún gerði meðal presta og djákna 2004. Könnunin var hluti af lokaverkefni hennar við guðfræðideild H.Í.

Kl: 21:00: Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum FAS.

Við hvetjum félaga í Samtökunum ´78 til að mæta og taka foreldra og aðstandendur með. Erindi Huldu er mjög áhugavert og snertir okkur öll.

-Stjórn FAS

Leave a Reply