Skip to main content
search
Fréttir

AÐALFUNDUR FAS

Boðað er til aðalfundar FAS miðvikudaginn 9. maí í félagsmiðstöð Samtakanna´78 Laugavegi 3, 4. hæð kl.20.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundastörf skv. lögum félagsins.

2. Katrín Jónsdóttir nýráðinn fræðslufulltrúi Samtakanna´78 mætir á fundinn og svarar fyrirspurnum varðandi fræðslustarf í skólum o.fl.

Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, FAS, eru samnefnari fyrir alla sem standa að baki samkynhneigðum og láta sig varða málefni þeirra.
Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Veitingar.

-Stjórn FAS

Leave a Reply