Skip to main content
Fréttir

AÐALFUNDUR FSS

By 26. febrúar, 2007No Comments

Stjórn FSS boðar til aðalfundar þann 10. mars næstkomandi klukkan 14:30. Framboð til stjórnar og formanns skulu tilkynnt á tölvupósti fyrir 5. mars á gay@hi.is. Nöfn þeirra sem bjóða sig fram á slíkan hátt verða prentuð á kosningaseðla. Með samþykki aðalfundur verður hægt að bjóða sig fram á aðalfundinum sjálfum, en þá verða nöfn þeirra ekki skráð á atkvæðaseðlana Þess mikla misskilnings hefur gætt að aðalfundur sé einungis fyrir núverandi félagsmenn FSS og þá sem hafa verið í félaginu. Aðalfundur er hins vegar opinn öllum og tilvalið að mæta á hann til þess að kynnast því hvað félagið gerir og kynnast fólki. Það er því mjög sniðugt og í raun bara nauðsynlegt að mæta á aðalfundinn hafi fólk augastað á félaginu og vilji kynnast því. Hægt er að gerast félagi á aðalfundinum.

ALLIR ERU VELKOMNIR OG VIÐ FÖGNUM ÖLLUM SEM KOMA!

Fundurinn verður haldinn á 3. hæð Hins hússins, Pósthússtræti 3-5. Gengið er inn um dyr á steinsteyptu húsi við hliðina á gamla, rauða pósthúsinu. Þeir sem að villast eða átta sig ekki á staðsetningu geta hringt í FSS símann, 8430843. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 14:30 en húsið verður opnað klukkan 14:00. Allir eru hvattir að mæta.

Um kvöldið gerum við okkur glaðan dag og málum bæinn rauðan!

-Stjórn FSS

Leave a Reply