Skip to main content
search
Fréttir

AÐALFUNDUR HINSEGIN DAGA -GAY PRIDE

By 11. febrúar, 2008No Comments

Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride
Aðalfundur
 
Aðalfundur Hinsegin daga í Reykjavík verður haldinn í Regnbogasalnum, Laugavegi 3, laugardaginn 8. mars og hefst kl. 14:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Rétt til setu á aðalfundi hafa allir þeir sem greiða árgjald félagsins 2008, 500 kr.
 
Að þessu sinni er kosið til tveggja embætta í stjórn, til embættis forseta félagsins og til embættis erindreka. Kosið er í embættin til tveggja ára. Framboð til stjórnarkjörs skulu hafa borist Þorvaldi Kristinssyni, núveranda forseta félagsins, torvald@islandia.is , í síðasta lagi laugardaginn 1. mars, og skulu frambjóðendur tilgreina þau embætti sem þeir sækjast eftir. Til að njóta kjörgengis til stjórnarkjörs skulu félagar hafa að minnsta kosti starfað með samstarfsnefnd að einni hátíð Hinsegin daga.
 
Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist forseta félagsins, torvald@islandia.is , í síðasta lagi laugardaginn 23. febrúar, og verða þær síðan kynntar félagsmönnum.
 
F.h. stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík
Þorvaldur Kristinsson

Leave a Reply