Skip to main content
search
Fréttir

Aðalfundur Hinsegin daga

By 11. mars, 2013No Comments

Aðalfundur Hinsegin daga í Reykjavík

Aðalfundur Hinsegin daga í Reykjavík – Gay Pride verður haldinn í félagsmiðstöð Samtakanna ’78, sunnudaginn 24. mars 2013 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. félagslögum.

Rétt til fundarsetu með kosningarétt og kjörgengi hafa félagar með gilt félagsskírteini. Félagsaðild kostar 1000 kr. og hægt er að endurnýja hana eða gerast félagi við upphaf fundarins.

 

Lýst er eftir framboðum til stjórnarkjörs. Skv. félagslögum skal kjósa stjórn á aðalfundi til eins árs í senn til að gegna embættum formanns, ritara, gjaldkera, varaformanns og meðstjórnanda. Framboð skulu berast Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange, formanni félagsins, skriflega á netfangið reykjavikgaypride@gmail.com í síðasta lagi sunnudaginn 17. mars. Hún veitir einnig nánari upplýsingar um verkefni stjórnarliða (sími 690 2111). Í framboði sínu skulu frambjóðendur skulu tilgreina þau embætti sem þeir sækjast eftir. Kosið er um einstaklinga en ekki lista.

Frestur til að skila tillögum að lagabreytingum rann út 10. mars. Undanþegnar þessum skilafresti eru tillögur sem lúta að orðalagi og formi en breyta á engan hátt efnislegu innihaldi laganna eða áður fram kominna tillagna.

Sjáumst á aðalfundi Hinsegin daga 24. mars.

Leave a Reply