Skip to main content
Fréttir

AÐALFUNDUR HINSEGIN DAGA

By 5. febrúar, 2007No Comments

Almennur aðalfundur Hinsegin daga verður haldinn laugardaginn 24. febrúar þar sem tekin verða fyrir ný lög um félagið, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir beinni kosningu í stjórn félagsins og að einstaklingar geti gerst félagsmenn að Hinsegin dögum. Samstarfsnefnd, sem verið hefur aðal vettvangur skipulagningar Hinsegin daga, verður það áfram og verða fundir hennar áfram sem hingað til öllum opnir.

Hinsegin dagar í Reykjavík

Aðalfundur Hinsegin daga í Reykjavík verður haldinn í félagsmiðstöð Samtakanna ´78 á Laugavegi 3, laugardaginn 24. febrúar kl. 14 síðdegis.

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar

3. Reikningar fyrra árs. Drög að fjárhagsáætlun nýs árs. Ákvörðun félagsgjalda.

4. Lagabreytingar

5. Kjör stjórnar og tveggja félagslegra endurskoðenda

6. Önnur mál

Á fundinum er lögð fram tillaga að nýjum lögum félagsins og eru þau kynnt á heimasíðu Hinsegin daga: www.gaypride.is. Helsta nýjung þeirra er sú að gert er ráð fyrir að nú kjósi aðalfundur fimm manna stjórn í stað fyrri venju að aðildarfélög tilnefni tvo fulltrúa í samstarfsnefnd. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir sem greiða árgjald 2007 við upphaf fundar, 500 kr.

-Hinsegin dagar í Reykjavík

Leave a Reply