Skip to main content
search
Fréttir

AÐALFUNDUR SAMTAKANNA ´78

 

Aðalfundur Samtakanna ´78 2009

 

verður haldinn í Regnbogasalnum, Laugavegi 3,

laugardaginn 14. mars 2009 og hefst stundvíslega kl. 14.

 

Dagskrá

           

 

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara        

2. Skýrsla stjórnar, nefnda og starfshópa

3. Reikningar félagsins, ákvörðun félagsgjalda, drög að fjárhagsáætlun næsta árs

4. Lagabreytingar

5. Kjör 10 félaga í trúnaðarráð

6. Kjör stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga

7. Önnur mál.

 

Aðeins félagar með gilt félagsskírteini árið 2009 njóta kjörgengis, atkvæðisréttar og réttar til fundarsetu á aðalfundi. Styrktarfélagar með gilt skírteini árið 2008 njóta réttar til setu á aðalfundi en ekki atkvæðisréttar og kjörgengis.

 

Framboð

 

 

Uppstillingarnefnd sem kosin var á félagsfundi hefur lokið störfum og stillt upp lista til stjórnarkjörs sem hér segir:

 

Frosti Jónsson, formaður

Svanfríður Lárusdóttir, varaformaður

Guðrún Óskarsdóttir, gjaldkeri

Hilmar Magnússon, ritari

Elín Sveinsdóttir, meðstjórnandi

Haukur F. Hanneson, meðstjórnandi

Ragnar Ólason, meðstjórnandi

 

Einnig hefur uppstillingarnefnd stillt tíu félögum til setu í trúnaðarráði sem hér segir: Anna K. Kristjánsdóttir, Fríða Agnarsdóttir, Guðrún Rögnvaldardóttir,Haukur Árni Hjartarson, Íris Ellenberger, Jón Birgir Magnússon, Kári Garðarsson, Kolbrún Edda Sigurhansdóttir, Rakel Snorradóttir og Svavar G. Jónsson.

 

Hér með er lýst eftir mótframboðum til stjórnarkjörs. Samkvæmt lögum félagsins skal til stjórnarkjörs bjóða fram lista sjö manna þar sem embætti hvers og eins er tilgreint. Framboðum til stjórnarkjörs skal skilað á skrifstofu félagsins fyrir miðnætti, laugardaginn 7. mars. Einnig lýsir stjórnin eftir mótframboðum félaga til setu í trúnaðarráði. Til trúnaðarráðs er kosið á milli einstaklinga. Framboðum til setu í trúnaðarráði skal skilað á skrifstofu félagsins fyrir miðnætti 7. mars.

Leave a Reply