Skip to main content
search
Fréttir

Aðalfundur Samtakanna ´78

By 22. mars, 2006No Comments

 

 

Aðalfundur Samtakanna ‘78
2006

verður haldinn í Regnbogasalnum, Laugavegi 3, laugardaginn 25. mars 2006 og hefst stundvíslega kl. 14

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar, nefnda og starfshópa.
3. Reikningar félagsins, ákvörðun félagsgjalda, drög að fjárhagsáætlun næsta árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör 10 félaga í trúnaðarráð.
6. Kjör stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.

Aðeins félagar með gilt félagsskírteini árið 2006 njóta kjörgengis, atkvæðisréttar og réttar til fundarsetu á aðalfundi. Styrktarfélagar með gilt skírteini árið 2006 njóta réttar til setu á aðalfundi en ekki atkvæðisréttar og kjörgengis.

Framboð

Ekki bárust önnur framboð til stjórnarkjör en listi uppstillingarnefndar. Hann er sem hér segir:

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður
Guðjón R. Jónasson, varaformaður
Frosti Jónsson, ritari
Þóra Björk Smith, gjaldkeri
Birna Hrönn Björnsdóttir, meðstjórnandi
Rannveig Traustadóttir, meðstjórnandi
Viðar Eggertsson, meðstjórnandi

Tölf félagar hafa boðið sig framt til setu í trúnaðarráði sem hér segir: Auður Halldórsdóttir, Erlingur Óttar Thoroddsen, Eygló Aradóttir, Frímann Sigurðsson, Guðlaugur Kristmundsson, Guðrún Óskarsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinsson, Katrín Jónsdóttir, Kristín Sævarsdóttir, Svavar G. Jónsson og Þorvaldur Kristinsson. Tíu félagar eiga sæti í trúnaðarráði.

Leave a Reply